Staðan á kerfunum þokkalega góð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 10:58 Unnið er að lagningu nýrrar hjáveitulagnar. Vísir/Björn Steinbekk Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórnin muni funda fljótlega með fulltrúum aðgerðarstjórnarinnar þar sem hún verður upplýst um stöðu vinnunnar að nýrri lögn. „Við verðum bara að fylgjast með framvindunni og við tökum ákvarðanir eftir því sem áð upplýsingar berast. Við reynum líka að koma nauðsynlegum upplýsingum til íbúa,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Við verðum hér í þessu verkefni. við stöndum hér í miðri á og það eru allra hendur uppi á dekki og allir með uppbrettar ermar,“ Mikilvægt að íbúar fylgi tilmælum Tómas Logi Hallgrímsson, fulltrúi svæðisstjórnar björgunarsveita í aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurnesjum, segir stíft fundarhald í dag. Vandamálið sé ekki rafmagnið á leið inn í bæinn heldur dreifikerfið innan bæjarins. Það sé mikilvægt að íbúar fylgi tilmælum en að staðan sé annars góð. Samkvæmt Tómasi er rafbílahleðsla helsta áskorunin. Hann biðlar til fólks að nota hraðhleðslustöðvar. Brimborg er með eina slíka og hefur tekið ákvörðun um að lækka verðið. Það sé til skoðunar hjá fleiri aðilum á svæðinu. „Við erum í sambandi við þessa aðila og þeir virðast ætla að taka vel í það,“ segir Tómas. „Staðan á kerfunum er þokkalega góð eins og er. Fjöldahjálparstöð er ekki á dagskrá eins og er.“ Reykjanesbær Orkumál Suðurnesjabær Vogar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórnin muni funda fljótlega með fulltrúum aðgerðarstjórnarinnar þar sem hún verður upplýst um stöðu vinnunnar að nýrri lögn. „Við verðum bara að fylgjast með framvindunni og við tökum ákvarðanir eftir því sem áð upplýsingar berast. Við reynum líka að koma nauðsynlegum upplýsingum til íbúa,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Við verðum hér í þessu verkefni. við stöndum hér í miðri á og það eru allra hendur uppi á dekki og allir með uppbrettar ermar,“ Mikilvægt að íbúar fylgi tilmælum Tómas Logi Hallgrímsson, fulltrúi svæðisstjórnar björgunarsveita í aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurnesjum, segir stíft fundarhald í dag. Vandamálið sé ekki rafmagnið á leið inn í bæinn heldur dreifikerfið innan bæjarins. Það sé mikilvægt að íbúar fylgi tilmælum en að staðan sé annars góð. Samkvæmt Tómasi er rafbílahleðsla helsta áskorunin. Hann biðlar til fólks að nota hraðhleðslustöðvar. Brimborg er með eina slíka og hefur tekið ákvörðun um að lækka verðið. Það sé til skoðunar hjá fleiri aðilum á svæðinu. „Við erum í sambandi við þessa aðila og þeir virðast ætla að taka vel í það,“ segir Tómas. „Staðan á kerfunum er þokkalega góð eins og er. Fjöldahjálparstöð er ekki á dagskrá eins og er.“
Reykjanesbær Orkumál Suðurnesjabær Vogar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira