Hjartapóstkassinn kominn upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 09:56 Hjartalaga póstkassa hefur verið komið upp í Kringlunni. Aðsend Það er falleg hefð á Valentínusardaginn að leggja sig fram um að gleðja ástina sína. Síðustu ár hefur Pósturinn aðstoðað Amor við á þessum degi og ekki veitir af þar sem hann er önnum kafinn. Á því verður engin undantekning í ár en verður þó gert með öðru sniði. Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt." Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Aðsend Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana tíunda til fjórtánda febrúar og er hann líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila,“ segir Vilborg. Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“ Pósturinn Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Hjartapóstkassinn verður á sínum stað í Kringlunni en hann mun gegna nýju hlutverki í ár. Pósturinn býður gestum að fylla út þátttökuseðil og stinga í hinn hjartalaga póstkassa þar sem þeim er boðið upp á að tilnefna manneskju sem þeim finnst eiga skilið að fá óvæntan Valentínusarglaðning heimsendan með Póstinum á Valentínusardaginn. Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir hinn hjartalaga póstkassa táknrænan. „Síðustu ár höfum við svo sannarlega séð að í Íslendingum slær rómantískt hjarta en mörg hundruð manns hafa nýtt tækifærið og sent sjóðheitar ástarkveðjur með hjartapóstkassanum. Hann á vel við á þessum degi, tveir póstkassar renna saman í einn, mynda hjarta og við hugsum um ástarjátningar og hjörtu sem slá í takt." Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.Aðsend Valentínusarleikur Póstsins stendur yfir dagana tíunda til fjórtánda febrúar og er hann líka á stafrænu formi á öllum miðlum Póstsins. „Við hvetjum alla til að taka þátt í Valentínusarleiknum okkar, Hver fær þitt hjarta til að slá? Það eina sem þú þarft að gera er að tilnefna þá manneskju sem þú vilt gleðja á Valentínusardaginn, nafn hennar fer í pottinn og hún gæti átt von á óvæntum glaðningi í þínu nafni á sjálfan Valentínusardaginn. Við komum glaðningnum og kveðju frá þér til skila,“ segir Vilborg. Hún segir viðeigandi að hafa póstkassann í Kringlunni því dagana 10.-18. febrúar standa yfir svokallaðir „Allt fyrir ástina“ dagar. Þar sé auk þess mikið líf í kringum Valentínusardaginn því margir geri sér ferð í verslanir til að kaupa gjöf handa ástvini fyrir þennan dag. „Þegar rétta gjöfin hefur verið fundin og þú vilt koma ástinni vel á óvart er hægt að stinga henni í póstboxið í Kringlunni og við komum henni til elskunnar.“
Pósturinn Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent