Ráðgátan um hundadauðann verður ekki leyst Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 09:50 Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta voru öll dáin í gerðinu þegar Askur sneri til baka. Rannsókn á dularfullum dauða tíu hunda á Austurlandi var hætt eftir að engar vísbendingar komu fram um hvað varð hundunum að aldurtila. Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum í hundagerði á sveitabænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Askur sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um hvað hefði getað valdið dauða allra tíu hundanna samtímis. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ sagði Askur. Fyrst til MAST og svo til lögreglu Hundadauðinn fór upphaflega á borð Matvælastofnunar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir MAST, sagði í samtali við Vísi í lok júlí síðastliðins að málið væri einstakt og stofnunin botnaði ekkert í því. Tveir hundanna hafi verið sendir í krufningu á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ sagði Sigurborg. Rannsókn lögreglu rann út í sandinn Í svari Lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi verið sent lögreglu eftir að eiturefnagreining skilaði engum vísbendingum um hvað varð hundunum að aldurtila. Í kjölfarið hafi umhverfi hundanna meðal annars verið skoðað, veðurfar á þeim tíma sem atburðurinn varð og fleira sem gæti skýrt dauða tíu hunda á sama tíma. Þá hafi og verið rætt við fólk sem mögulega gæti haft vitneskju um málsatvik. Ekkert hafi þar komið fram sem varpað gæti ljósi á hvað gerðist eða af hvaða völdum. Rannsókn málsins hafi því verið hætt. Komi ný gögn fram í málinu sé þó unnt að taka rannsókn þess upp að nýju. Hundar Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum í hundagerði á sveitabænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Askur sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um hvað hefði getað valdið dauða allra tíu hundanna samtímis. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ sagði Askur. Fyrst til MAST og svo til lögreglu Hundadauðinn fór upphaflega á borð Matvælastofnunar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir MAST, sagði í samtali við Vísi í lok júlí síðastliðins að málið væri einstakt og stofnunin botnaði ekkert í því. Tveir hundanna hafi verið sendir í krufningu á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ sagði Sigurborg. Rannsókn lögreglu rann út í sandinn Í svari Lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi verið sent lögreglu eftir að eiturefnagreining skilaði engum vísbendingum um hvað varð hundunum að aldurtila. Í kjölfarið hafi umhverfi hundanna meðal annars verið skoðað, veðurfar á þeim tíma sem atburðurinn varð og fleira sem gæti skýrt dauða tíu hunda á sama tíma. Þá hafi og verið rætt við fólk sem mögulega gæti haft vitneskju um málsatvik. Ekkert hafi þar komið fram sem varpað gæti ljósi á hvað gerðist eða af hvaða völdum. Rannsókn málsins hafi því verið hætt. Komi ný gögn fram í málinu sé þó unnt að taka rannsókn þess upp að nýju.
Hundar Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59
Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29