Ráðgátan um hundadauðann verður ekki leyst Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 09:50 Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta voru öll dáin í gerðinu þegar Askur sneri til baka. Rannsókn á dularfullum dauða tíu hunda á Austurlandi var hætt eftir að engar vísbendingar komu fram um hvað varð hundunum að aldurtila. Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum í hundagerði á sveitabænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Askur sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um hvað hefði getað valdið dauða allra tíu hundanna samtímis. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ sagði Askur. Fyrst til MAST og svo til lögreglu Hundadauðinn fór upphaflega á borð Matvælastofnunar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir MAST, sagði í samtali við Vísi í lok júlí síðastliðins að málið væri einstakt og stofnunin botnaði ekkert í því. Tveir hundanna hafi verið sendir í krufningu á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ sagði Sigurborg. Rannsókn lögreglu rann út í sandinn Í svari Lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi verið sent lögreglu eftir að eiturefnagreining skilaði engum vísbendingum um hvað varð hundunum að aldurtila. Í kjölfarið hafi umhverfi hundanna meðal annars verið skoðað, veðurfar á þeim tíma sem atburðurinn varð og fleira sem gæti skýrt dauða tíu hunda á sama tíma. Þá hafi og verið rætt við fólk sem mögulega gæti haft vitneskju um málsatvik. Ekkert hafi þar komið fram sem varpað gæti ljósi á hvað gerðist eða af hvaða völdum. Rannsókn málsins hafi því verið hætt. Komi ný gögn fram í málinu sé þó unnt að taka rannsókn þess upp að nýju. Hundar Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum í hundagerði á sveitabænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Askur sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um hvað hefði getað valdið dauða allra tíu hundanna samtímis. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ sagði Askur. Fyrst til MAST og svo til lögreglu Hundadauðinn fór upphaflega á borð Matvælastofnunar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir MAST, sagði í samtali við Vísi í lok júlí síðastliðins að málið væri einstakt og stofnunin botnaði ekkert í því. Tveir hundanna hafi verið sendir í krufningu á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ sagði Sigurborg. Rannsókn lögreglu rann út í sandinn Í svari Lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi verið sent lögreglu eftir að eiturefnagreining skilaði engum vísbendingum um hvað varð hundunum að aldurtila. Í kjölfarið hafi umhverfi hundanna meðal annars verið skoðað, veðurfar á þeim tíma sem atburðurinn varð og fleira sem gæti skýrt dauða tíu hunda á sama tíma. Þá hafi og verið rætt við fólk sem mögulega gæti haft vitneskju um málsatvik. Ekkert hafi þar komið fram sem varpað gæti ljósi á hvað gerðist eða af hvaða völdum. Rannsókn málsins hafi því verið hætt. Komi ný gögn fram í málinu sé þó unnt að taka rannsókn þess upp að nýju.
Hundar Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59
Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum