Pavel: Verðum að vera auðmjúkir Árni Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2024 22:00 Stjarnan - Tindastóll Subway deild karla vor 2024 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Pavel Ermolinskij gat verið ánægður með sigurinn og frammistöðuna í kvöld en taldi að þetta væri lítið skref og að auðmýktin þyrfti að vera í forrúmi. Tindastóll vann Stjörnuna í Garðabæ og það er fyrsti sigur Stólanna þar í bæ í 62 mánuði. 71-76 urðu lokatölur og Tindastóll er komið inn fyrir línuna í áttunda sætið. „Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
„Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31