Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 21:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira