Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 15:05 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar árið 2019. Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11