Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar Anton Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2024 14:32 Brestur á lífsgæðum Hraun hefur nú runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum. Atburðarásinvar hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Nú blasir við gríðarlega alvarlegan skort á heitu vatni, í nokkra daga. Almannavarnir tala um mikilvægi þess er að allir leggist á eitt á stundu sem þessari og fari sparlega með rafmagn. Heitavatnslaust er nú orðið í Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavík, og Vogum. Brestur er orðin í lífsgæðum og vinnur nú fjöldi starfsmanna og verktaka að því að koma veitukerfunum aftur í gang og er það fólk að vinna þrekvirki í störfum sínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona öflugt fólk sem bregst hratt og örugglega við á hamfaratímum. Hitaveitan samvinnuhugsjón í upphafi Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember 1974, með lögum frá Alþingi, í þeim tilgangi að nýta jarðvarmann til húshitunar á svæðinu. Við stofnun fyrirtækisins skiptust eignarhlutar í fyrirtækinu þannig að ríkissjóður átti 40% og sveitarfélögin sjö, sem þá voru á svæðinu, 60%.um virkilega mikilvægt samvinnuverkefni var að ræða sem gjörbylti orkunýtingu á svæðinu á sínum tíma. Einkavæðing grunninnviða Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni. 1.janúar 2007 var Hitaveita Suðurnesja, síðar HS Orka, að fullu í eigu sveitarfélaga á svæðinu og íslenska ríkisins. Á vor mánuðum sama ár auglýsti ríkið 15,2% hlut sinn í fyrirtækinu til sölu. Öðrum orkufyrirtækjum á Íslandi var meinað að bjóða í hann, tóninn var sleginn einkavæðing var hafinn og sveitarfélögin losuðu sinn eignarhlut í kjölfarið og í dag er HS Orka til helminga í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélagsins Ancala partners. Mikill arður hefur verið greiddur út á síðustu árum út úr félaginu sem dæmi Árið 2021 greiddu eigendurHS Orku út 28 milljónir dala, eða um 3,6 milljarða króna, til hluthafa með lækkun hlutafjár í kjölfar hluthafafundar í nóvember það ár. Eignir félagsins námu 59,5 milljörðum í árslok 2021, samanborið 56,5 milljarða ári áður. Orkuauðlindir landsins eiga að vera í samfélagslegri eigu Á þeim hamfaratímum sem við lifum nú sýnir mikilvægir þess að orkuinnviðir og auðlindir sem þessar séu í eigu sveitarfélaga og ríkisins sem sjá um að reka og nýta grunnstoðir í samfélaginu, arðurinn sem skilar sér af slíkri innviðarstarfsemi á síðan að fara markvist í uppbyggingu og varnir. Viljum við sem þjóð að arðgreiðsla af slíkri orkuauðlind sem þessari renni til einstaklinga eða að arðurinn sé nýttur til almunahagsmuna? Við sem þjóð eigum ekki að standa vörð um þann málflutning að einkavæðing orkuauðlinda og grunninnviða samfélagi okkar séu settar á dagskrá. Ég hef þá persónulegu skoðun og er á móti því að virkjanir og orkumannvirki séu í einkaeigu, Það kemur svo sterkt í ljós núna að það á ekki að einkavæða þessa hluti, hvort sem það eru fossar, eða virkjanir. Hægt hefði verið að nota allar þær arðgreiðslu sem hafa runnið til á síðustu ára vegna orkuvinnslunnar í Svartsengi til frekari uppbyggingu innviða t.d. að vera búin að leggja 2 varalagnir að Fitjum sem fæða Suðurnesjabæ, Flugstöðina ,Reykjarnesbæ og Voga. Einnig hefði verið hægt að fjármagna hluta varnagarðanna með fjármagni frá orkivirkinu. Við í Framsókn höfum talað skýrt í þessum efnum Það er skoðun okkar að almennt eigi ríkið ekki að standa í hinum og þessum atvinnurekstri, en það er engum vafa undirorpið að opinbert eignarhald á innviðum sem þessum t.d Landsvirkjun hefur reynst þjóðinni farsælt og er í raun til fyrirmyndar táknmynd þess blandaða markaðshagkerfis sem við búum í. Í stefnu Framsóknar í atvinnumálum má finna kafla um Landsvirkjun en þar segir „Framsókn leggst alfarið gegn sölu á Landsvirkjun, að hluta eða að öllu leyti. Almenningur á að njóta hins mikla arðs sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Brýnt er að tengja arðgreiðslur við auðlindina. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar til hagsældar fyrir íslenska þjóð. Þjóð náttúruhamfara Við sem byggjum þetta land vitum það manna best að ísland er gjöfult land, en landið getur líka reynst okkur erfit og það höfum við séð í hinum ýmsu atburðum, eldsumbrot, flóð, jarðskjálftar og skriðuföll eru allt hlutir sem Íslendingar þekkja og kannast við. Auka þarf samvinnu með það að leiðarljósi að styrkja grunnstoðir landsins í jarðhita og raforkumálum, styrkja þarf dreifikerfi raforku og auka vatnsaflsvirkjanir. Einnig þurfum við að auka þarf fé til rannsóknar og til jarðhitakannana til að breikka nýtarkosti jarðvarma á íslandi. Orð fjármálaráðherra hræða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra skrifaði um mikilvægi einföldunar og hagræðingar í rekstri ríkisins í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing, sem kom út á dögunum. Hún nefnir nokkrar aðgerðir sem ríkið ætti ráðist í, Hún vill selja Íslandspóst, ljúka sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nýta andvirði sölunnar til að bregðast við eldsumbrotum nálægt byggð, til lengri og skemmri tíma. En á ný á að hjóla í grunnstoðir samfélagsins með einkavæðingu. Við þurfum sem þjóð að gæta að hagsmunum samfélagsins í heild og setja samvinnuhugsjónir í forgrunn því þær eiga erindi við þjóðina. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Brestur á lífsgæðum Hraun hefur nú runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum. Atburðarásinvar hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Nú blasir við gríðarlega alvarlegan skort á heitu vatni, í nokkra daga. Almannavarnir tala um mikilvægi þess er að allir leggist á eitt á stundu sem þessari og fari sparlega með rafmagn. Heitavatnslaust er nú orðið í Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavík, og Vogum. Brestur er orðin í lífsgæðum og vinnur nú fjöldi starfsmanna og verktaka að því að koma veitukerfunum aftur í gang og er það fólk að vinna þrekvirki í störfum sínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona öflugt fólk sem bregst hratt og örugglega við á hamfaratímum. Hitaveitan samvinnuhugsjón í upphafi Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember 1974, með lögum frá Alþingi, í þeim tilgangi að nýta jarðvarmann til húshitunar á svæðinu. Við stofnun fyrirtækisins skiptust eignarhlutar í fyrirtækinu þannig að ríkissjóður átti 40% og sveitarfélögin sjö, sem þá voru á svæðinu, 60%.um virkilega mikilvægt samvinnuverkefni var að ræða sem gjörbylti orkunýtingu á svæðinu á sínum tíma. Einkavæðing grunninnviða Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni. 1.janúar 2007 var Hitaveita Suðurnesja, síðar HS Orka, að fullu í eigu sveitarfélaga á svæðinu og íslenska ríkisins. Á vor mánuðum sama ár auglýsti ríkið 15,2% hlut sinn í fyrirtækinu til sölu. Öðrum orkufyrirtækjum á Íslandi var meinað að bjóða í hann, tóninn var sleginn einkavæðing var hafinn og sveitarfélögin losuðu sinn eignarhlut í kjölfarið og í dag er HS Orka til helminga í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélagsins Ancala partners. Mikill arður hefur verið greiddur út á síðustu árum út úr félaginu sem dæmi Árið 2021 greiddu eigendurHS Orku út 28 milljónir dala, eða um 3,6 milljarða króna, til hluthafa með lækkun hlutafjár í kjölfar hluthafafundar í nóvember það ár. Eignir félagsins námu 59,5 milljörðum í árslok 2021, samanborið 56,5 milljarða ári áður. Orkuauðlindir landsins eiga að vera í samfélagslegri eigu Á þeim hamfaratímum sem við lifum nú sýnir mikilvægir þess að orkuinnviðir og auðlindir sem þessar séu í eigu sveitarfélaga og ríkisins sem sjá um að reka og nýta grunnstoðir í samfélaginu, arðurinn sem skilar sér af slíkri innviðarstarfsemi á síðan að fara markvist í uppbyggingu og varnir. Viljum við sem þjóð að arðgreiðsla af slíkri orkuauðlind sem þessari renni til einstaklinga eða að arðurinn sé nýttur til almunahagsmuna? Við sem þjóð eigum ekki að standa vörð um þann málflutning að einkavæðing orkuauðlinda og grunninnviða samfélagi okkar séu settar á dagskrá. Ég hef þá persónulegu skoðun og er á móti því að virkjanir og orkumannvirki séu í einkaeigu, Það kemur svo sterkt í ljós núna að það á ekki að einkavæða þessa hluti, hvort sem það eru fossar, eða virkjanir. Hægt hefði verið að nota allar þær arðgreiðslu sem hafa runnið til á síðustu ára vegna orkuvinnslunnar í Svartsengi til frekari uppbyggingu innviða t.d. að vera búin að leggja 2 varalagnir að Fitjum sem fæða Suðurnesjabæ, Flugstöðina ,Reykjarnesbæ og Voga. Einnig hefði verið hægt að fjármagna hluta varnagarðanna með fjármagni frá orkivirkinu. Við í Framsókn höfum talað skýrt í þessum efnum Það er skoðun okkar að almennt eigi ríkið ekki að standa í hinum og þessum atvinnurekstri, en það er engum vafa undirorpið að opinbert eignarhald á innviðum sem þessum t.d Landsvirkjun hefur reynst þjóðinni farsælt og er í raun til fyrirmyndar táknmynd þess blandaða markaðshagkerfis sem við búum í. Í stefnu Framsóknar í atvinnumálum má finna kafla um Landsvirkjun en þar segir „Framsókn leggst alfarið gegn sölu á Landsvirkjun, að hluta eða að öllu leyti. Almenningur á að njóta hins mikla arðs sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Brýnt er að tengja arðgreiðslur við auðlindina. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar til hagsældar fyrir íslenska þjóð. Þjóð náttúruhamfara Við sem byggjum þetta land vitum það manna best að ísland er gjöfult land, en landið getur líka reynst okkur erfit og það höfum við séð í hinum ýmsu atburðum, eldsumbrot, flóð, jarðskjálftar og skriðuföll eru allt hlutir sem Íslendingar þekkja og kannast við. Auka þarf samvinnu með það að leiðarljósi að styrkja grunnstoðir landsins í jarðhita og raforkumálum, styrkja þarf dreifikerfi raforku og auka vatnsaflsvirkjanir. Einnig þurfum við að auka þarf fé til rannsóknar og til jarðhitakannana til að breikka nýtarkosti jarðvarma á íslandi. Orð fjármálaráðherra hræða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra skrifaði um mikilvægi einföldunar og hagræðingar í rekstri ríkisins í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing, sem kom út á dögunum. Hún nefnir nokkrar aðgerðir sem ríkið ætti ráðist í, Hún vill selja Íslandspóst, ljúka sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nýta andvirði sölunnar til að bregðast við eldsumbrotum nálægt byggð, til lengri og skemmri tíma. En á ný á að hjóla í grunnstoðir samfélagsins með einkavæðingu. Við þurfum sem þjóð að gæta að hagsmunum samfélagsins í heild og setja samvinnuhugsjónir í forgrunn því þær eiga erindi við þjóðina. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun