Tíu bestu liðin (1984-2023): Uppgjör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2024 08:00 FH 2005, Víkingur 2023, ÍA 1993 og Stjarnan 2014 voru öll á lista yfir tíu bestu lið íslenskrar fótboltasögu frá 1984. jóhannes long/hulda margrét/friðþjófur helgason/andri marinó Vísir stóð fyrir vali á bestu liðum í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár, eða frá 1984 þegar þriggja stiga reglan var tekin upp. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar. Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira