Allar líkur á að gosið sé í andarslitrunum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2024 12:00 Gosið er líklegast að klárast, að sögn náttúruvársérfræðings. Vísir/Arnar „Það virðist vera sem svo að þetta sé nú eiginlega bara dottið niður. Við höfum ekki séð neina kvikustrókavirkni síðan á milli 8 og 9 í morgun,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigríður segir ekki þar með sagt að gosinu sé lokið; það geti vel verið að enn „gutli“ ofan í gígunum. En til þess að sjá það þyrfti að fljúga yfir. „En óróinn hefur líka alveg dottið niður og jarðskjálftavirknin er lítil sem engin. Þannig að það eru allar líkur á að þetta sé að fara að lognast útaf á næstunni,“ segir hún. En hvað með hraunrennslið? „Hrauntungan við hitavatnslögnina... ég held að hún hafi alveg verið stopp en það getur vel verið að það sé ennþá að byggjast upp hraun í hraunánni frá gígunum og það getur alveg tekið einhvern tíma að komast út í jaðrana og þá getur hraunið stækkað. Augljóslega er framleiðslan orðin miklu minni heldur en hún var í gær, þannig það mun ekki stækka eitthvað mikið myndi ég halda,“ svarar Sigríður. Verið sé að taka saman tölur og gögn en það er útlit fyrir að þetta gos sé engu að síður eitthvað stærra en gosið sem varð í janúar. Veðurstofa Íslands Meðal kvikuflæðið fyrstu sjö tímana 600 rúmmetrar á sekúndu Á vefsíðu Veðurstofunnar hefur nú verið birt ný færsla um stöðu mála, þar sem meðal annars er sagt frá því að gosóróinn hafi strax farið að minnka um hádegisbil í gær. Gosið hafði þá staðið yfir í um sex klukkustundir. „Tímabundnar hækkanir sáust á gosóróa í gærkvöldi en samhliða því jókst virkni í gígunum. Í nótt dró enn frekar úr virkni gossins en milli kl. 7 og 8 í morgun voru tvo gosop virk. Undanfarnar klukkustundir hefur ekki sést kvikustrókavirkni á vefmyndavélum en ekki er útilokað að enn sé virkni í gígunum. Samkvæmt bylgjuvíxlmynd hafi land í Svartsengi, norðvestan við Þorbjörn, sigið mest um tíu sentímetra þegar kvika hljóp þaðan í Sundhnúksgígaroðina. Samkvæmt líkönum samsvari þetta því að um 10 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóð þaðan og það gaus. „Undanfarin sólarhring hefur verið minniháttar skjálftavirkni á gossvæðinu. Um 40 skjálftar hafa mælst þar, allir um eða undir 1,0 að stærð. Mat á rúmmáli hraunsins sem rann frá því gos hófst, klukkan 6:02 þangað til 13:00 í gær (8. febrúar) er um 15 milljón rúmmetrar sem þýðir að meðal kvikuflæði fyrstu sjö klukkutímana í gosinu var um 600 rúmmetrar á sekúndu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira