„Ég er óánægðastur með atvinnumennina mína“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. febrúar 2024 22:12 Maté Dalmay hefur fáar ástæður til að brosa þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, mátti sætta sig við enn einn tapið í Subway-deild karla í kvöld þegar Haukar töpuðu á útivelli gegn toppliði Vals, 82-72. Hann kallaði eftir því að hans sterkustu leikmenn færu að stíga upp og sýna hvað þeir fá borgað fyrir. „Fullt af hlutum sem gengu vel upp í vörn en við erum ekki að ná að skora neinar auðveldar körfur. Við fáum á okkur ruðninga og tapaða bolta upp úr hraðaupphlaupum. Á einhverjum tímapuntki vera bara einhverjir leikmenn að sýna einhver einstaklingsgæði.“ „Þetta er svolítið sagan okkar eftir áramót. Við höfum aldrei fengið einhvern skell. Við erum alltaf að tapa með tíu stigum. Alltaf. Það vantar alltaf eitthvað meira. Það sem situr eftir í hausnum á mér er að þegar við náum að tengja tvær þrjár varnir og erum að koma sex stigum niður í fjögur, eða tíu stigum niður í átta. Öll þessi móment klúðrast.“ Maté rifjaði í þessu samhengi upp hvernig liðið tapaði leik gegn Valsliðinu í fyrra. „Ekki eins og í fyrra. Þá kom Kári og setti tvo þrista bara af driplinu. Einstaklingsgæði hins liðsins bjuggu til þennan tíu stiga mun aftur. Í dag, þá bara hlaupa David Okeke og De‘Sean Parsons mennina sína ítrekað niður. Þeir senda hann ekki eða þeir senda hann of seint. Ákvarðanatakan hjá okkur í auðveldum færum er upp á núll.“ Neistinn ekki til staðar Það var ekki að sjá á leik Hauka að það væri mikið undir í leiknum í kvöld. Neistinn virtist hreinlega ekki vera til staðar og Maté tók undir það. „Já, og hann er bara ekki búinn að vera til staðar.“ Hvar geturðu fundið hann á þessum tímapunkti, nú þegar tímabilið er að hlaupa frá ykkur? „Ég held að menn þurfi bara að byrja svolítið á sjálfum sér. Til hvers eru þeir í körfubolta? Ég held að það sé enginn sem taldi einhverja möguleika á að værum að fara í úrslitakeppnina. Innst inni er enginn sem trúir því í liðinu eða í kringum Hauka að við séum að fara að vinna sex sjö leiki í röð og Tindastóll eða Stjarnan tapi fimm af sjö.“ „Fyrir mér snýst þetta meira um það mæta hérna og gefa allt sem þú átt því þú ert í körfubolta og í keppnisíþrótt á hæsta stigi á Íslandi. Ég er held ég bara óánægðastur með atvinnumennina mína í þessu. Ég efast ekkert um það að Hilmir eða Kristófer Breki eða Daði Lár gefi líf og sál í þetta. En það eru ekki þeir, með fullri virðingu, sem eru að fara að vinna topplið Vals. Það þarf að koma frá toppunum í liðinu.“ Maté var yfirlýsingaglaður fyrir tímabilið og sagði Hauka ætla að vinna alla titla í öllum flokkum. Það markmið er klárlega runnið Haukum úr greipum en Maté er þó ekki af baki dottinn og í raun ekki svekktur, í það minnsta ekki lengur. „Við getum nú ennþá unnið alla yngri flokkana, við erum góðir þar! Eins og ég var að tala um inni í klefa. Fáum allavega það út úr þessu að Hilmir og Kristófer Breki verði tilbúnari á næstu leiktíð. Að Hugi verði tilbúnari á næstu leiktíð. Tómas Orri, tvítugur, ekki með okkur núna. Við þurfum alla vega að ná að smíða íslenskan kjarna fyrir næstu leiktíð og verða betri.“ „En svekktur? Ég er kominn yfir það. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við sprengdum upp liðið okkar fyrir jól að við vorum ekki að fara að verða Íslandsmeistarar. Það hefðu íslenskir leikmenn þurft að springa út. Sigvaldi með höfuðmeiðsli og svo fleiri sem hefðu þurft að taka einhver skref eins og við sáum leikmenn gera í fyrra hjá okkur. Það náðist ekki. Svo er náttúrulega lykilmannarótið á okkur búið að vera mjög vont, upp á að ná einhverjum markmiðum.“ Þrátt fyrir að vera farinn að hugsa til framtíðar er Maté þó enn með fókusinn á þessu tímabili, enda Haukar enn tölfræðilega séð í fallbaráttu. „Nei, við þurfum að taka einhverja sigra. Blikarnir eru búnir að vera í dauðafæri að vinna einhverja leiki. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að taka þrjá af sex, en segjum að þeir vinni næsta leik og vinni svo Hamar, þá er þetta ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að vinna Stjörnuna í næstu viku, byrja á því. En ef lykilmenn mæta áhugalausir, þá nota ég frekar ungan íslenskan leikmann sem að gefur líf og sál. Og það er ekkert af því að ég er að gefast upp. Það er bara vegna þess að ég held að þá séu meiri möguleikar í því mómenti að vinna helvítis leikinn.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Fullt af hlutum sem gengu vel upp í vörn en við erum ekki að ná að skora neinar auðveldar körfur. Við fáum á okkur ruðninga og tapaða bolta upp úr hraðaupphlaupum. Á einhverjum tímapuntki vera bara einhverjir leikmenn að sýna einhver einstaklingsgæði.“ „Þetta er svolítið sagan okkar eftir áramót. Við höfum aldrei fengið einhvern skell. Við erum alltaf að tapa með tíu stigum. Alltaf. Það vantar alltaf eitthvað meira. Það sem situr eftir í hausnum á mér er að þegar við náum að tengja tvær þrjár varnir og erum að koma sex stigum niður í fjögur, eða tíu stigum niður í átta. Öll þessi móment klúðrast.“ Maté rifjaði í þessu samhengi upp hvernig liðið tapaði leik gegn Valsliðinu í fyrra. „Ekki eins og í fyrra. Þá kom Kári og setti tvo þrista bara af driplinu. Einstaklingsgæði hins liðsins bjuggu til þennan tíu stiga mun aftur. Í dag, þá bara hlaupa David Okeke og De‘Sean Parsons mennina sína ítrekað niður. Þeir senda hann ekki eða þeir senda hann of seint. Ákvarðanatakan hjá okkur í auðveldum færum er upp á núll.“ Neistinn ekki til staðar Það var ekki að sjá á leik Hauka að það væri mikið undir í leiknum í kvöld. Neistinn virtist hreinlega ekki vera til staðar og Maté tók undir það. „Já, og hann er bara ekki búinn að vera til staðar.“ Hvar geturðu fundið hann á þessum tímapunkti, nú þegar tímabilið er að hlaupa frá ykkur? „Ég held að menn þurfi bara að byrja svolítið á sjálfum sér. Til hvers eru þeir í körfubolta? Ég held að það sé enginn sem taldi einhverja möguleika á að værum að fara í úrslitakeppnina. Innst inni er enginn sem trúir því í liðinu eða í kringum Hauka að við séum að fara að vinna sex sjö leiki í röð og Tindastóll eða Stjarnan tapi fimm af sjö.“ „Fyrir mér snýst þetta meira um það mæta hérna og gefa allt sem þú átt því þú ert í körfubolta og í keppnisíþrótt á hæsta stigi á Íslandi. Ég er held ég bara óánægðastur með atvinnumennina mína í þessu. Ég efast ekkert um það að Hilmir eða Kristófer Breki eða Daði Lár gefi líf og sál í þetta. En það eru ekki þeir, með fullri virðingu, sem eru að fara að vinna topplið Vals. Það þarf að koma frá toppunum í liðinu.“ Maté var yfirlýsingaglaður fyrir tímabilið og sagði Hauka ætla að vinna alla titla í öllum flokkum. Það markmið er klárlega runnið Haukum úr greipum en Maté er þó ekki af baki dottinn og í raun ekki svekktur, í það minnsta ekki lengur. „Við getum nú ennþá unnið alla yngri flokkana, við erum góðir þar! Eins og ég var að tala um inni í klefa. Fáum allavega það út úr þessu að Hilmir og Kristófer Breki verði tilbúnari á næstu leiktíð. Að Hugi verði tilbúnari á næstu leiktíð. Tómas Orri, tvítugur, ekki með okkur núna. Við þurfum alla vega að ná að smíða íslenskan kjarna fyrir næstu leiktíð og verða betri.“ „En svekktur? Ég er kominn yfir það. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við sprengdum upp liðið okkar fyrir jól að við vorum ekki að fara að verða Íslandsmeistarar. Það hefðu íslenskir leikmenn þurft að springa út. Sigvaldi með höfuðmeiðsli og svo fleiri sem hefðu þurft að taka einhver skref eins og við sáum leikmenn gera í fyrra hjá okkur. Það náðist ekki. Svo er náttúrulega lykilmannarótið á okkur búið að vera mjög vont, upp á að ná einhverjum markmiðum.“ Þrátt fyrir að vera farinn að hugsa til framtíðar er Maté þó enn með fókusinn á þessu tímabili, enda Haukar enn tölfræðilega séð í fallbaráttu. „Nei, við þurfum að taka einhverja sigra. Blikarnir eru búnir að vera í dauðafæri að vinna einhverja leiki. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að taka þrjá af sex, en segjum að þeir vinni næsta leik og vinni svo Hamar, þá er þetta ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að vinna Stjörnuna í næstu viku, byrja á því. En ef lykilmenn mæta áhugalausir, þá nota ég frekar ungan íslenskan leikmann sem að gefur líf og sál. Og það er ekkert af því að ég er að gefast upp. Það er bara vegna þess að ég held að þá séu meiri möguleikar í því mómenti að vinna helvítis leikinn.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum