Sport

„Góð“ til­raun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jack­son

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Myndband af þessu atviki má sjá í fréttinni.
Myndband af þessu atviki má sjá í fréttinni. Rob Carr/Getty Images

Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 

Þar eru sýnd spaugileg atvik sem hafa átt sér stað í undanförnum leikjum NFL-deildarinnar. Sem dæmi má nefna þegar leikmenn misreikna sig hrikalega og fljúga framhjá leikmanninum sem þeir ætluðu að stöðva eða þegar það kviknar í buxum stuðningsmanns fyrir leik.

Þá völdu þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson bestu „góðu“ tilraun ársins. Þær sem og samantekt úr síðustu leikjum NFL-deildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Aðeins einn leikur er eftir af NFL-tímabilinu. Það er Ofurskálin sjálf en þar mætast ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers. 

Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld, aðfaranótt mánudags. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 22.00 og útsending sjálf klukkan 23.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×