Innlent

Merki um leirgos í fyrsta sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dökkur mökkurinn sést vel á myndum frá gosinu.
Dökkur mökkurinn sést vel á myndum frá gosinu.

Sú breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands að hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu. Úr verður lítilsháttar sprengivirkni að sögn Veðurstofu.

Er hér sennilega um að ræða suðu á grunnvatni, sem tætir kvikuna og veldur öskumyndum. Slíkt hefur ekki sést í gosunum á Reykjanesskaga á undanförnum árum.

Að sögn hópsins voru slík gos þekkt í Kröflueldum. Verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist út í slíkt. Enn gýs rauðglóandi kviku sitthvoru megin við það svæði sem mesta gufan er.

Ansi áhugaverð breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla-og náttúruvárhópi Suðurlands. Hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu.

Er hér sennilega um að ræða suðu á grunnvatni, sem tætir kvikuna og veldur öskumyndun. Svona hefur ekki sést í gosunum á Reykjanesskaga á undanförnum árum.

Leirgos voru þekkt í Kröflueldum og verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist út í slíkt. Enn gýs rauðglóandi kviku sitthvoru megin við það svæði sem sem mesta gufan er.

Lítilsháttar sprengivirkni

Í uppfærðu stöðumati Veðurstofunnar kemur fram að dregið hafi úr krafti gossins. Nú gýs aðallega á þremur stöðum á gossprungunni sem opnaðist í morgun. 

Að sögn Veðurstofunnar er þetta ekki ólíkt því sem sást í gosinu 18. desember. Þá færðist virknin á staka gíga nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst. 

Þá hefur einnig dregið úr skjálftavirkni frá því í morgun. Athygli veki að dökkur mökkur stígi upp um miðbik sprungunnar sem opnaðist í morgun.

„Þar er líklegt að kvika sé að komast í snertingu við grunnvatn. Úr verður þá lítilsháttar sprengivirkni þar sem hvítur gufumökkur blandast við dökkan öskumökk. Svo virðist sem askan sé ekki að ná langt frá gossprungunni eins og staðan er núna. Mökkurinn berst í suðvestur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×