Fleiri innviðir í hættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 12:25 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna segir ljóst að heitavatnsleysi á Suðurnesjum verði talið í dögum. Svartasta sviðsmyndin sem teiknuð hafi verið upp sé að rætast. Rafmagns- og kaldavatnslagnir eru í hættu á að verða undir hrauni en þær eru á talsverðu dýpi og vonast er til að þær haldi. Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29