Dagur gæti tekið við Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 14:37 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár með góðum árangri. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta, og þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu. Hann er sagður í viðræðum við króatíska handknattleikssambandið. Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. EM 2024 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira