Lék á sviði fyrir dóttur Bill Gates Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:22 Styrmir Elí Ingólfsson er að gera spennandi hluti úti í New York. Aðsend Leikarinn og handritshöfundurinn Styrmir Elí Ingólfsson tók U-beygju í lífinu eftir hagfræðinám hérlendis og starf í ferðabransanum. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri á vitlausri braut sótti hann um í leiklistarskóla í New York og flutti út. Hann stendur nú að sýningu úti sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur áhorfendasalurinn gjarnan verið stjörnum prýddur. Blaðamaður ræddi við Styrmi. „Þetta er fjórða árið mitt hér í NYC. Síðastliðinn apríl útskrifaðist ég úr þriggja ára leiklistarnámi við Stella Adler Studio of Acting í New York. Síðan þá hef ég verið að vinna að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970,“ segir Styrmir og er þá að tala um sýninguna umræddu. Plakat fyrir Untitled, 1970. Aðsend Freistingar alls staðar Fyrir fimm árum var líf Styrmis þó allt öðruvísi. „Fyrir leiklistarnámið starfaði ég í ferðabransanum og var ég í hagfræði við Háskóla Íslands. Ég fór síðan út í skiptinám til Madison, Wisconsin. Þar skráði ég mig í leiklistar valáfanga og fattaði að ég var á vitlausri braut. Ég sótti svo um í skólum hér í NYC og the rest is history.“ Hann segir lífið úti mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. „Hér er mikill hraði, endalaus orka og freistingar alls staðar. Það er dýrt að gera allt. Þetta er auðvitað borg tækifæranna en að sama skapi er auðvelt að tapa sér.“ Að sögn Styrmis er mikið af tækifærum í New York en að sama skapi getur verið auðvelt að týna sér. Aðsend Býr og vinnur með kærustunni Styrmir býr með kærustunni sinni Thelmu Mogensen og vinna þau saman að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970. „Hún er á sínu fyrsta ári í leiklist við Lee Strasberg skólann og við búum syðst á Manhattan. Hún sá um að stílisera verkefnið og fór einnig með hlutverk í verkinu.“ Untitled, 1970 er að sögn Styrmis í senn stuttmynd og leikrit. Verkið hefur verið í þróun síðastliðið ár og spratt í raun út frá því hve erfitt var að fá vinnu úti. „Þegar ég útskrifaðist þá byrjaði verkfall leiklistarstéttarinnar og handritshöfunda hér í Bandaríkjunum, þannig að öll framleiðsla fór í biðstöðu. Það var ekki mikla vinnu að fá og ég fékk þá flugu í hausinn að gera eigið verk. Ég hitti vinkonu mína Arantxa Ibarra sem er kvikmyndaleikstjóri og sagði henni ég að mig langaði að setja upp leiklistarsýningu sem væri í senn hálfgerð kvikmynd. Verkefnið væri um tvo herbergisfélaga og þeirra líf. Flutningurinn færi fram í íbúð en ekki á hefðbundnu sviði.“ Thelma Mogensen er kærasta Styrmis en hún fer með hlutverk í verkinu og sá sömuleiðis um að stílisera. Aðsend Kvikmynd og leikrit Lýsir Styrmir verkinu svona: „Áhorfendur ganga inn í íbúð í Brooklyn og setjast þar niður og horfa á bíómynd. Það fyrsta sem þau sjá er strákur í matvöruverslun að kaupa í matinn, hann labbar heim til sín, opnar hurðina og þá slokknar á skjánum og leikarinn labbar inn. Það er að segja allt sem gerist inn í íbúðinni er live en allt sem gerist fyrir utan er á skjá. Handritið var tilbúið í september, undirbúningur var í október, tökur í nóvember, klipping, eftirvinnsla og æfingar í desember og við opnuðum 13. janúar.“ Það voru um fimmtíu manns sem komu að verkinu í heild sinni. „Þetta er alþjóðlegur hópur ungs og upprennandi listafólks í New York. Mótleikarinn minn Charlie Jordan er breskur og Arantxa Ibarra leikstjóri frá Mexíkó. Mete Gultiken, kvikmyndatökumaður, og Paul-Lou Lemieux, framleiðandi, eru frá Frakklandi og Mariana Soares sem sá um leikmynd er frá Brasilíu.“ Hópurinn á góðri stundu við tökur. Aðsend Sýndu sextán sinnum fyrir troðfullum sal Í hópi leikari eru sem áður segir Thelma Mogensen, sem einnig sá um stíleseringu, Katja Minaev frá Austuríki og Rússlandi, Maria Sofia Hernandez frá Bandaríkjunum og Tomas Espinnoza frá Chile. Ásamt Styrmi og Thelmu komu tveir Íslendingar til viðbótar að verkefninu. Aron Guan sá um grafíska hönnun og Bjarki Sigurðarson sá um markaðssetningu. „Við sýndum verkið svo sextán sinnum fyrir troðfullum áhorfendahóp við góðar undirtektir,“ segir Styrmir og bætir við að sýningargestir hafi aðallega verið fólk úr kvikmynda, leikhús og tískusenunni. Meðal áhorfenda voru til dæmis John Gould Rubin leikstjóri og Phoeobe Gates, dóttir Bill og Melindu Gates.“ Fjölbreyttur hópur ungs fólks kom að verkefninu. Aðsend Leikstjórinn og sýningargesturinn John Gould Rubin stofnaði The Labyrinth Theatre Company, var giftur Julianne Moore og vann meðal annars með Philips Seymour Hofmann þegar þeir voru ungir. Hann gaf verkinu góða umsögn, þar sem hann segist hafa orðið agndofa yfir því. Sagði hann meðal annars: „Þetta er akkúrat týpan af leikhúsi sem ég elska. Það fær mig til að velta því fyrir mér hver ég er og af hverju ég er hér.“ Styrmir segir að viðtökurnar hafi farið vonum framar. „Nú er næsta verkefni að aðlaga söguna að kvikmyndahandriti og gera kvikmynd í fullri lengd,“ segir hann að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna og hér má fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlinum Instagram. Íslendingar erlendis Leikhús Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er fjórða árið mitt hér í NYC. Síðastliðinn apríl útskrifaðist ég úr þriggja ára leiklistarnámi við Stella Adler Studio of Acting í New York. Síðan þá hef ég verið að vinna að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970,“ segir Styrmir og er þá að tala um sýninguna umræddu. Plakat fyrir Untitled, 1970. Aðsend Freistingar alls staðar Fyrir fimm árum var líf Styrmis þó allt öðruvísi. „Fyrir leiklistarnámið starfaði ég í ferðabransanum og var ég í hagfræði við Háskóla Íslands. Ég fór síðan út í skiptinám til Madison, Wisconsin. Þar skráði ég mig í leiklistar valáfanga og fattaði að ég var á vitlausri braut. Ég sótti svo um í skólum hér í NYC og the rest is history.“ Hann segir lífið úti mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. „Hér er mikill hraði, endalaus orka og freistingar alls staðar. Það er dýrt að gera allt. Þetta er auðvitað borg tækifæranna en að sama skapi er auðvelt að tapa sér.“ Að sögn Styrmis er mikið af tækifærum í New York en að sama skapi getur verið auðvelt að týna sér. Aðsend Býr og vinnur með kærustunni Styrmir býr með kærustunni sinni Thelmu Mogensen og vinna þau saman að margmiðlunarverkefninu Untitled, 1970. „Hún er á sínu fyrsta ári í leiklist við Lee Strasberg skólann og við búum syðst á Manhattan. Hún sá um að stílisera verkefnið og fór einnig með hlutverk í verkinu.“ Untitled, 1970 er að sögn Styrmis í senn stuttmynd og leikrit. Verkið hefur verið í þróun síðastliðið ár og spratt í raun út frá því hve erfitt var að fá vinnu úti. „Þegar ég útskrifaðist þá byrjaði verkfall leiklistarstéttarinnar og handritshöfunda hér í Bandaríkjunum, þannig að öll framleiðsla fór í biðstöðu. Það var ekki mikla vinnu að fá og ég fékk þá flugu í hausinn að gera eigið verk. Ég hitti vinkonu mína Arantxa Ibarra sem er kvikmyndaleikstjóri og sagði henni ég að mig langaði að setja upp leiklistarsýningu sem væri í senn hálfgerð kvikmynd. Verkefnið væri um tvo herbergisfélaga og þeirra líf. Flutningurinn færi fram í íbúð en ekki á hefðbundnu sviði.“ Thelma Mogensen er kærasta Styrmis en hún fer með hlutverk í verkinu og sá sömuleiðis um að stílisera. Aðsend Kvikmynd og leikrit Lýsir Styrmir verkinu svona: „Áhorfendur ganga inn í íbúð í Brooklyn og setjast þar niður og horfa á bíómynd. Það fyrsta sem þau sjá er strákur í matvöruverslun að kaupa í matinn, hann labbar heim til sín, opnar hurðina og þá slokknar á skjánum og leikarinn labbar inn. Það er að segja allt sem gerist inn í íbúðinni er live en allt sem gerist fyrir utan er á skjá. Handritið var tilbúið í september, undirbúningur var í október, tökur í nóvember, klipping, eftirvinnsla og æfingar í desember og við opnuðum 13. janúar.“ Það voru um fimmtíu manns sem komu að verkinu í heild sinni. „Þetta er alþjóðlegur hópur ungs og upprennandi listafólks í New York. Mótleikarinn minn Charlie Jordan er breskur og Arantxa Ibarra leikstjóri frá Mexíkó. Mete Gultiken, kvikmyndatökumaður, og Paul-Lou Lemieux, framleiðandi, eru frá Frakklandi og Mariana Soares sem sá um leikmynd er frá Brasilíu.“ Hópurinn á góðri stundu við tökur. Aðsend Sýndu sextán sinnum fyrir troðfullum sal Í hópi leikari eru sem áður segir Thelma Mogensen, sem einnig sá um stíleseringu, Katja Minaev frá Austuríki og Rússlandi, Maria Sofia Hernandez frá Bandaríkjunum og Tomas Espinnoza frá Chile. Ásamt Styrmi og Thelmu komu tveir Íslendingar til viðbótar að verkefninu. Aron Guan sá um grafíska hönnun og Bjarki Sigurðarson sá um markaðssetningu. „Við sýndum verkið svo sextán sinnum fyrir troðfullum áhorfendahóp við góðar undirtektir,“ segir Styrmir og bætir við að sýningargestir hafi aðallega verið fólk úr kvikmynda, leikhús og tískusenunni. Meðal áhorfenda voru til dæmis John Gould Rubin leikstjóri og Phoeobe Gates, dóttir Bill og Melindu Gates.“ Fjölbreyttur hópur ungs fólks kom að verkefninu. Aðsend Leikstjórinn og sýningargesturinn John Gould Rubin stofnaði The Labyrinth Theatre Company, var giftur Julianne Moore og vann meðal annars með Philips Seymour Hofmann þegar þeir voru ungir. Hann gaf verkinu góða umsögn, þar sem hann segist hafa orðið agndofa yfir því. Sagði hann meðal annars: „Þetta er akkúrat týpan af leikhúsi sem ég elska. Það fær mig til að velta því fyrir mér hver ég er og af hverju ég er hér.“ Styrmir segir að viðtökurnar hafi farið vonum framar. „Nú er næsta verkefni að aðlaga söguna að kvikmyndahandriti og gera kvikmynd í fullri lengd,“ segir hann að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna og hér má fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Íslendingar erlendis Leikhús Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira