Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 09:50 Sema Erla Serdar er stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Vísir/Vilhelm Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. Það eru samtökin Solaris sem standa að söfnuninni. Fram kom í gær að rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristínu Eiríksdóttur ásamt Maríu Lilju Þrastardóttur hefðu farið til Egyptalands í síðustu viku. Á fjórum dögum tókst þeim að koma fyrrnefndri fjölskyldu frá Gasa og yfir til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. Um er að ræða fjölskyldu manns sem er vinur kvennanna og hefur dvalið á Íslandi undanfarin ár. Hann fékk kennitölu hér á landi í fyrra og sótti um fjölskyldusameiningu í apríl 2023. 75 börn, 44 mæður og níu feður Á heimasíðu söfnunarinnar kemur fram að 128 manns, 75 börn, 44 mæður og níu feður, hafi beðið mánuðum saman eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda. Fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekki væri hægt að byrja að sækja fyrrnefnda 128 einstaklinga fyrr en mótuð hefði verið ný stefna í málaflokknum. Hann óttist að innviðir landsins springi að óbreyttu enda kosti málaflokkurinn rúmlega tuttugu milljarða króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á RÚV í gær að málið væri flókið. Þrjú ráðuneyti væru að vinna að því að sjá til þess að fólkinu yrði komið til landsins. Hafna því að málið sé flókið „Stjórnvöld hafa staðið aðgerðarlaus hjá mánuðum saman. Fólk sem býr hér á landi og bíður fjölskyldna sinna í örvæntingu hefur endurtekið óskað eftir samtali við stjórnvöld. Óskum þess hefur nær eingöngu verið hafnað eða ekki svarað. Á sama tíma hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ítrekað farið með ósannindi til þess að afvegaleiða umræðuna og reynt að fría sig siðferðislegri ábyrgð,“ segir á heimasíðu söfnunarinnar. Þau hafna því að málið sé flókið. Stjórnvöld hafi brugðist palestínsku þjóðinni og þvi hafi íslenskir ríkisborgarar tekið málið í sínar hendur. „Íslendingum sem blöskraði aðgerðarleysi og mælskubrögð ríkisstjórnarinnar fóru til Egyptalands fyrir nokkrum dögum og unnu á eigin vegum að því að koma fólki yfir landamærin. Nú þegar hefur einni palestínskri fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, verið komið frá Gaza,“ segir á heimasíðunni. „Að koma fólki út af Gaza og til Egyptalands kostar töluverða fjármuni. Heildarkostnaðurinn við að koma um 100 manneskjum löglega yfir landamærin, í samvinnu við þjónustuaðila og tengiliði sem starfa með egypskum og ísraelskum stjórnvöldum sem annast þessi mál, er um 50 milljónir íslenskra króna.“ Bergþóra þakkar fyrir hlýjar kveðjur og velvilja sem rignir yfir konurnar þrjár í ljósi tíðinda gærdagsins. „Það eru palestínsku vinir okkar sem eiga allan heiður skilið, útsjónasömu, kláru og þrautseigu. Við erum bara í stelpuferð að skemmta okkur vel,“ segir Bergþóra. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson sagði í fréttum í gær alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. 7. febrúar 2024 09:31 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Það eru samtökin Solaris sem standa að söfnuninni. Fram kom í gær að rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristínu Eiríksdóttur ásamt Maríu Lilju Þrastardóttur hefðu farið til Egyptalands í síðustu viku. Á fjórum dögum tókst þeim að koma fyrrnefndri fjölskyldu frá Gasa og yfir til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. Um er að ræða fjölskyldu manns sem er vinur kvennanna og hefur dvalið á Íslandi undanfarin ár. Hann fékk kennitölu hér á landi í fyrra og sótti um fjölskyldusameiningu í apríl 2023. 75 börn, 44 mæður og níu feður Á heimasíðu söfnunarinnar kemur fram að 128 manns, 75 börn, 44 mæður og níu feður, hafi beðið mánuðum saman eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda. Fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekki væri hægt að byrja að sækja fyrrnefnda 128 einstaklinga fyrr en mótuð hefði verið ný stefna í málaflokknum. Hann óttist að innviðir landsins springi að óbreyttu enda kosti málaflokkurinn rúmlega tuttugu milljarða króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á RÚV í gær að málið væri flókið. Þrjú ráðuneyti væru að vinna að því að sjá til þess að fólkinu yrði komið til landsins. Hafna því að málið sé flókið „Stjórnvöld hafa staðið aðgerðarlaus hjá mánuðum saman. Fólk sem býr hér á landi og bíður fjölskyldna sinna í örvæntingu hefur endurtekið óskað eftir samtali við stjórnvöld. Óskum þess hefur nær eingöngu verið hafnað eða ekki svarað. Á sama tíma hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ítrekað farið með ósannindi til þess að afvegaleiða umræðuna og reynt að fría sig siðferðislegri ábyrgð,“ segir á heimasíðu söfnunarinnar. Þau hafna því að málið sé flókið. Stjórnvöld hafi brugðist palestínsku þjóðinni og þvi hafi íslenskir ríkisborgarar tekið málið í sínar hendur. „Íslendingum sem blöskraði aðgerðarleysi og mælskubrögð ríkisstjórnarinnar fóru til Egyptalands fyrir nokkrum dögum og unnu á eigin vegum að því að koma fólki yfir landamærin. Nú þegar hefur einni palestínskri fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, verið komið frá Gaza,“ segir á heimasíðunni. „Að koma fólki út af Gaza og til Egyptalands kostar töluverða fjármuni. Heildarkostnaðurinn við að koma um 100 manneskjum löglega yfir landamærin, í samvinnu við þjónustuaðila og tengiliði sem starfa með egypskum og ísraelskum stjórnvöldum sem annast þessi mál, er um 50 milljónir íslenskra króna.“ Bergþóra þakkar fyrir hlýjar kveðjur og velvilja sem rignir yfir konurnar þrjár í ljósi tíðinda gærdagsins. „Það eru palestínsku vinir okkar sem eiga allan heiður skilið, útsjónasömu, kláru og þrautseigu. Við erum bara í stelpuferð að skemmta okkur vel,“ segir Bergþóra. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson sagði í fréttum í gær alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. 7. febrúar 2024 09:31 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. 7. febrúar 2024 09:31
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23
Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09