Jennifer Crumbley er því fyrsta foreldrið sem dæmt er samsekt í slíku máli en skólaárásir hafa verið tíðar í Bandaríkjunum síðustu árin. Eiginmaður hennar er einnig fyrir rétti, borinn sömu sökum. Sonur þeirra, sem nú er sautján ára gamall situr nú í lífsstíðarfangelsi en árásina framdi hann í lok árs 2021.
Auk þeirra fjögurra sem hann myrti særðust sjö til viðbótar. Hjónin höfðu keypt morðvopnið og gefið syni sínum aðeins nokkrum dögum áður en hann lét til skarar skríða. Að auki höfðu þau yfirgefið foreldrafund sem þau höfðu verið boðuð á fyrr um daginn vegna teikninga sem sonur þeirra hafði gert. Þau neituðu að taka hann heim úr skólanum og var hann því sendur aftur í kennslustofu sína þar sem hann hóf skothríðina.
Nokkrum dögum síðar voru þau ákærð fyrir þátt sinn í málinu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðustu rúmu tvö árin.