„Eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Dwayne Wade ræðir við áhorfendur þegar hann var heiðraður af Miami Heat. Hann mætti með naglalakk. Getty/Megan Briggs Þekktir íþróttakarlar hafa kosið það að tjá sig á sérstakan hátt og kannski til að storka stöðnuðum hugmyndum um karlmennsku. Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér. NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér.
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira