„Getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 19:12 Bjarni sagði það ekki slá sig vel að sjá börn mótmæla á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi. „Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira