Upplifði skelfilega hluti á neysluárum í Köben Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 16:01 Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur telur að stærsti vandi fólks sé að rembast við að passa inn í normið. Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hefur gert stjörnukort fyrir fólk í nærri 50 ár. Gunnlaugur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir stóran hluta af þjáningu fólks stafa af rembingi við að passa inn í normið í stað þess að leyfa sér að vera einstaklingur. „Ég byrjaði 1. júlí 1981 klukkan eitt. Þá tók ég fyrsta einkatímann og hef ekki snúið til baka síðan. Ég var með skrifstofu á Ljósvallagötu tólf og var í strigaskóm sem stóð á ,,star”. Ég man þetta allt og líka nákvæmlega hvenær áhuginn á stjörnuspeki kviknaði. Það var 1969 þegar ég komst yfir bók 15 ára gamall um Indland og alheiminn og fann að ég þekkti það sem var verið að tala um og það talaði til mín. 1973 gerði ég svo fyrsta stjörnukortið og fann að þetta væri það sem ég myndi gera í lífinu. Það eru gríðarleg fræði á bakvið stjörnuspeki og þetta eru alvöru aldagömul vísindi sem eiga ekkert skilt við einhverjar litlar stjörnuspeki-klausur í dagblöðum eða á netinu sem eru bara einhvers konar afþreying. Stjörnuspeki er gullfalleg kona sem er búið að nauðga og þeir sem nauðga henni kalla hana hóru. Mitt hlutverk er að endurheimta æru hennar. Stjörnuspá í blöðum er bara nauðgun á mjög djúpu og merkilegu fagi,“ segir Gunnlaugur. Greinilegt að Gunnlaugur gefur ekki mikið fyrir stjörnuspár á borð við þær sem Sigga Kling og Ellý Ármanns hafa haldið á lofti í lengri tíma við töluverðar vinsældir. Var í mörg ár eins og Bubbi „Ég hef hitt ótrúlegan fjölda fólks í gegnum tíðina og sé að stór hluti af vanda fólks er að reyna að fitta inn í eitthvað norm, en svo eru allir hinir að hugsa það sama. Það er enginn þetta norm. Við erum einstaklingar og verðum að virða það hver við erum og hætta að reyna að þvinga okkur inn í að vera eins og eitthvað kerfi ætlast til að við séum,“ segir Gunnlaugur og hugsar til Bubba Mortens. „Ég var í mörg ár eins og Bubbi, bara farandverkamaður sem átti hvergi heima og réði mig þess vegna alltaf í störf þar sem ég fékk líka húsnæði. Ég var á stöðugu flakki í mörg ár, allt frá vertíð á Hornafirði yfir í alls konar störf í Noregi, Kaupmannahöfn og víðar. Þá vann ég í nokkra mánuði í senn með góðar tekjur og bjó svo í kommúnum þar á milli. Svo bara mjög reglulega þegar ég hitti fólk sem mér fannst áhugavert fór ég að þeim og spurði hvort ég mætti ekki gera stjörnukort fyrir þau,“ segir Gunnlaugur, sem segir að á köflum hafi líf hans verið ansi skrautlegt. „Ég var alveg í lífshættu á tímabili. Ég var á kafi í djammi og það voru alls kyns efni í boði, meðal annars mikið af hugbreytandi efnum. Ég var í partýjum þar sem það var LSD í poppskál. Fólk fór yfir um, fólk drapst og menn voru drepnir. Ég horfði upp á ýmislegt á þessum árum og sumt af því var ekki fallegt. Ég man til dæmis eftir einum mjög fallegum íslenskum strák í Kaupmannahöfn sem var að selja eiturlyf og svo kom bara frétt í blöðunum um að Íslendingur hafi látist af ofneyslu eiturlyfja. En hann var ekki í neyslu sjálfur. Það sem raunverulega gerðist var að danskir eiturlyfjabarónar höfðu eitrað fyrir honum og sprautað hann svo til dauða. Það voru alls kyns hlutir í gangi sem voru mjög ljótir.“ Karlar að skrifa leikreglur um sjálfa sig Í þættinum ræða Sölvi og Gunnlaugur um stöðuna í heiminum, stjórnmálakerfi og samfélögin eins og þau hafa veirð í gegnum tíðina. Gunnlaugur segir okkur komin að tímapunkti breytinga af því að elítan hafi tekið of mikið til sín. „Þessi hefðbundnu gömlu stjórnmálakerfi virka ekki lengur á 21. öldinni vegna þess að þau voru skrifuð fyrir meira en 200 árum af körlum í valdastöðu fyrir aðra karla í valdastöðu. Það sama gildir um skiptinguna milli hægri og vinstri flokka sem við höfum þekkt úr stjórnmálunum. Það má rekja hana til frönsku stjórnarbyltingarinnar þar sem íhaldsmenn, aðall og konungssinnar sátu hægra megin í þingsalnum í París og hinn lýðræðissinnaði almúgi sat vinstra megin. Allt saman karlar að skrifa leikreglur fyrir sjálfa sig,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Núna þegar 21.öldin er gengin í garð í heimsþorpi tækni- og upplýsingabyltingar, vaknar fólk til meðvitundar um stöðu sína. Þá blasir við óréttlæti sem hefur verið við lýði gríðarlega lengi. Í Matadorinu sem við spilum, eru tvö stjórnmálakerfi. Eitt fyrir valdastétt karla, eignamenn og aðalsmenn, eða með öðrum orðum yfirstéttina, og svo annað fyrir almúgann. Kjósandi sem hefur ekki haft það gott árum saman mun vilja breytingar til hins betra. Átökin í heiminum í dag snúast mikið um að hvorki nútíðin né fortíðin hafa verið eins og við viljum og því er bara ein leið í boði sem er framtíðin. Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum og stendur í gríðarlegum átökum í lífinu. Á endanum eru magir hreinlega að kafna.“ Landmærin að hverfa Gunnlaugur segir heiminn standa í miklu breytingaferli og það muni ekkert stoppa það ferli. „Heimurinn er búinn að breytast mjög hratt á stuttum tíma. Landamæri eru að smátt og smátt að hverfa, þjóðarbrotum og trúarbrögðum ægir saman í borgum heimsins sem verða æ líkari hver annarri. Upplýsingastreymið er mikið og kemur úr öllum áttum. Bæði opinberlega og á bak við tjöldin, eru hin hefðbundnu þjóðfélög að leysast upp og þjóðríki breytast hægt og rólega í sambandsríki. Valdið er að færast í alþjóðlegar stofnanir, en mest til stórfyrirtækja. Það er barist um upplýsingar og valdaaðilar reyna að stýra upplýsingaflæði og nota netið sem stjórntæki. Það er njósnað um fólk og eftirlitstækni er notuð til að staðsetja og fylgjast með hegðun og hreyfingu manna. Ef við höldum ekki vöku okkar þá vöknum við kannski upp við þann vonda draum að búa í Dýrabæ Orwells. Það viljum við ekki. Hvað okkur sem einstaklinga varðar þá er það undir hverjum og einum komið að vinna á jákvæðan hátt í því að laga og umbreyta þjóðfélagskerfinu. Breytingar munu eiga sér stað hvað sem hver og einn segir, óskar sér eða vill. Eina óumbreytanlega lögmál lífsins er að allt er breytingum háð.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnlaug og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Ég byrjaði 1. júlí 1981 klukkan eitt. Þá tók ég fyrsta einkatímann og hef ekki snúið til baka síðan. Ég var með skrifstofu á Ljósvallagötu tólf og var í strigaskóm sem stóð á ,,star”. Ég man þetta allt og líka nákvæmlega hvenær áhuginn á stjörnuspeki kviknaði. Það var 1969 þegar ég komst yfir bók 15 ára gamall um Indland og alheiminn og fann að ég þekkti það sem var verið að tala um og það talaði til mín. 1973 gerði ég svo fyrsta stjörnukortið og fann að þetta væri það sem ég myndi gera í lífinu. Það eru gríðarleg fræði á bakvið stjörnuspeki og þetta eru alvöru aldagömul vísindi sem eiga ekkert skilt við einhverjar litlar stjörnuspeki-klausur í dagblöðum eða á netinu sem eru bara einhvers konar afþreying. Stjörnuspeki er gullfalleg kona sem er búið að nauðga og þeir sem nauðga henni kalla hana hóru. Mitt hlutverk er að endurheimta æru hennar. Stjörnuspá í blöðum er bara nauðgun á mjög djúpu og merkilegu fagi,“ segir Gunnlaugur. Greinilegt að Gunnlaugur gefur ekki mikið fyrir stjörnuspár á borð við þær sem Sigga Kling og Ellý Ármanns hafa haldið á lofti í lengri tíma við töluverðar vinsældir. Var í mörg ár eins og Bubbi „Ég hef hitt ótrúlegan fjölda fólks í gegnum tíðina og sé að stór hluti af vanda fólks er að reyna að fitta inn í eitthvað norm, en svo eru allir hinir að hugsa það sama. Það er enginn þetta norm. Við erum einstaklingar og verðum að virða það hver við erum og hætta að reyna að þvinga okkur inn í að vera eins og eitthvað kerfi ætlast til að við séum,“ segir Gunnlaugur og hugsar til Bubba Mortens. „Ég var í mörg ár eins og Bubbi, bara farandverkamaður sem átti hvergi heima og réði mig þess vegna alltaf í störf þar sem ég fékk líka húsnæði. Ég var á stöðugu flakki í mörg ár, allt frá vertíð á Hornafirði yfir í alls konar störf í Noregi, Kaupmannahöfn og víðar. Þá vann ég í nokkra mánuði í senn með góðar tekjur og bjó svo í kommúnum þar á milli. Svo bara mjög reglulega þegar ég hitti fólk sem mér fannst áhugavert fór ég að þeim og spurði hvort ég mætti ekki gera stjörnukort fyrir þau,“ segir Gunnlaugur, sem segir að á köflum hafi líf hans verið ansi skrautlegt. „Ég var alveg í lífshættu á tímabili. Ég var á kafi í djammi og það voru alls kyns efni í boði, meðal annars mikið af hugbreytandi efnum. Ég var í partýjum þar sem það var LSD í poppskál. Fólk fór yfir um, fólk drapst og menn voru drepnir. Ég horfði upp á ýmislegt á þessum árum og sumt af því var ekki fallegt. Ég man til dæmis eftir einum mjög fallegum íslenskum strák í Kaupmannahöfn sem var að selja eiturlyf og svo kom bara frétt í blöðunum um að Íslendingur hafi látist af ofneyslu eiturlyfja. En hann var ekki í neyslu sjálfur. Það sem raunverulega gerðist var að danskir eiturlyfjabarónar höfðu eitrað fyrir honum og sprautað hann svo til dauða. Það voru alls kyns hlutir í gangi sem voru mjög ljótir.“ Karlar að skrifa leikreglur um sjálfa sig Í þættinum ræða Sölvi og Gunnlaugur um stöðuna í heiminum, stjórnmálakerfi og samfélögin eins og þau hafa veirð í gegnum tíðina. Gunnlaugur segir okkur komin að tímapunkti breytinga af því að elítan hafi tekið of mikið til sín. „Þessi hefðbundnu gömlu stjórnmálakerfi virka ekki lengur á 21. öldinni vegna þess að þau voru skrifuð fyrir meira en 200 árum af körlum í valdastöðu fyrir aðra karla í valdastöðu. Það sama gildir um skiptinguna milli hægri og vinstri flokka sem við höfum þekkt úr stjórnmálunum. Það má rekja hana til frönsku stjórnarbyltingarinnar þar sem íhaldsmenn, aðall og konungssinnar sátu hægra megin í þingsalnum í París og hinn lýðræðissinnaði almúgi sat vinstra megin. Allt saman karlar að skrifa leikreglur fyrir sjálfa sig,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Núna þegar 21.öldin er gengin í garð í heimsþorpi tækni- og upplýsingabyltingar, vaknar fólk til meðvitundar um stöðu sína. Þá blasir við óréttlæti sem hefur verið við lýði gríðarlega lengi. Í Matadorinu sem við spilum, eru tvö stjórnmálakerfi. Eitt fyrir valdastétt karla, eignamenn og aðalsmenn, eða með öðrum orðum yfirstéttina, og svo annað fyrir almúgann. Kjósandi sem hefur ekki haft það gott árum saman mun vilja breytingar til hins betra. Átökin í heiminum í dag snúast mikið um að hvorki nútíðin né fortíðin hafa verið eins og við viljum og því er bara ein leið í boði sem er framtíðin. Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum og stendur í gríðarlegum átökum í lífinu. Á endanum eru magir hreinlega að kafna.“ Landmærin að hverfa Gunnlaugur segir heiminn standa í miklu breytingaferli og það muni ekkert stoppa það ferli. „Heimurinn er búinn að breytast mjög hratt á stuttum tíma. Landamæri eru að smátt og smátt að hverfa, þjóðarbrotum og trúarbrögðum ægir saman í borgum heimsins sem verða æ líkari hver annarri. Upplýsingastreymið er mikið og kemur úr öllum áttum. Bæði opinberlega og á bak við tjöldin, eru hin hefðbundnu þjóðfélög að leysast upp og þjóðríki breytast hægt og rólega í sambandsríki. Valdið er að færast í alþjóðlegar stofnanir, en mest til stórfyrirtækja. Það er barist um upplýsingar og valdaaðilar reyna að stýra upplýsingaflæði og nota netið sem stjórntæki. Það er njósnað um fólk og eftirlitstækni er notuð til að staðsetja og fylgjast með hegðun og hreyfingu manna. Ef við höldum ekki vöku okkar þá vöknum við kannski upp við þann vonda draum að búa í Dýrabæ Orwells. Það viljum við ekki. Hvað okkur sem einstaklinga varðar þá er það undir hverjum og einum komið að vinna á jákvæðan hátt í því að laga og umbreyta þjóðfélagskerfinu. Breytingar munu eiga sér stað hvað sem hver og einn segir, óskar sér eða vill. Eina óumbreytanlega lögmál lífsins er að allt er breytingum háð.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnlaug og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist