„Ég elska veturinn og náttúruna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 11:30 Lidija Kulis í leik með AC Milan í ítölsku deildinni. Getty/Marco Luzzani Þór/KA hefur styrkt sig fyrir átökin i Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar en félagið hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir koma frá Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu en þær eru báðar landsliðskonur sinna þjóða. Þær spila líka báðar framarlega á vellinum og fá það verkefni að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins. 32 ára reynslubolti Lidija Kulis er 32 ára gömul landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu og kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún verið um hjá Turbine Potsdam um árabil, en eftir það einnig hjá Glasgow City, AC Milan, Ferencváros og nú síðast Split. Lidija spilar sem framherji. Í viðtali við Lidiju á miðlum Þór/KA kemur fram að hún sé komin til Íslands bæði vegna fótboltans en eins vegna landsins. „Ég elska veturinn og náttúruna,“ sagði Lidija um af hverju hún er komin til Íslands. „Það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma til Íslands. Auðvitað er svo líka það að upplifa það að spila í íslensku deildinni og að hjálpa liðinu að ná frábærum úrslitum. Ég hef fengið tækifæri til að spila með íslenskum leikmönnum með fyrri félögum sem ég hef verið hjá svo ég hef heyrt margt gott um íslenskan fótbolta og Ísland sem land og hlakka virkilega til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og komast af stað á æfingum,“ sagði hin reynslumikla Lidija Kulis í samtali við miðla Þór/KA. Hefur heyrt margt jákvætt um lífið og fótboltann á Íslandi Lara Ivanusa er slóvensk landsliðskona og fimm árum yngri. Hún kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún meðal annars verið hjá Glasgow City og Ferencváros. Lara er sóknartengiliður eða framherji sem hefur skorað tvö mörk fyrir slóvenska landsliðið. „Ég hef séð að Ísland er fallegt land og margt að sjá. Ég hef líka heyrt margt jákvætt og gott um lífið og fótboltann frá fyrrum liðsfélaga sem spilaði á Íslandi,“ segir Lara. „Ég hlakka til að hitta liðið og mynda sambönd innan og utan vallar og hjálpa liðinu að ná markmiðum á leiktíðinni,“ sagði Lara Ivanusa í samtali við miðla Þór/KA. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Leikmennirnir koma frá Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu en þær eru báðar landsliðskonur sinna þjóða. Þær spila líka báðar framarlega á vellinum og fá það verkefni að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins. 32 ára reynslubolti Lidija Kulis er 32 ára gömul landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu og kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún verið um hjá Turbine Potsdam um árabil, en eftir það einnig hjá Glasgow City, AC Milan, Ferencváros og nú síðast Split. Lidija spilar sem framherji. Í viðtali við Lidiju á miðlum Þór/KA kemur fram að hún sé komin til Íslands bæði vegna fótboltans en eins vegna landsins. „Ég elska veturinn og náttúruna,“ sagði Lidija um af hverju hún er komin til Íslands. „Það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma til Íslands. Auðvitað er svo líka það að upplifa það að spila í íslensku deildinni og að hjálpa liðinu að ná frábærum úrslitum. Ég hef fengið tækifæri til að spila með íslenskum leikmönnum með fyrri félögum sem ég hef verið hjá svo ég hef heyrt margt gott um íslenskan fótbolta og Ísland sem land og hlakka virkilega til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og komast af stað á æfingum,“ sagði hin reynslumikla Lidija Kulis í samtali við miðla Þór/KA. Hefur heyrt margt jákvætt um lífið og fótboltann á Íslandi Lara Ivanusa er slóvensk landsliðskona og fimm árum yngri. Hún kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún meðal annars verið hjá Glasgow City og Ferencváros. Lara er sóknartengiliður eða framherji sem hefur skorað tvö mörk fyrir slóvenska landsliðið. „Ég hef séð að Ísland er fallegt land og margt að sjá. Ég hef líka heyrt margt jákvætt og gott um lífið og fótboltann frá fyrrum liðsfélaga sem spilaði á Íslandi,“ segir Lara. „Ég hlakka til að hitta liðið og mynda sambönd innan og utan vallar og hjálpa liðinu að ná markmiðum á leiktíðinni,“ sagði Lara Ivanusa í samtali við miðla Þór/KA. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira