Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Oddný Björgvinsdóttir, ein af þeim sem lifðu af flugslysið á Sri Lanka árið 1978, ræðir atburðinn og eftirmála hans í nýjasta þættinum af Útkalli. „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. Í nýjasta þætti Útkalls í umsjón Óttars Sveinssonar rifjar Oddný upp atburðinn og eftirmála hans en hér um að ræða fjórða mannskæðasta flugslys sögunnar á þessum tíma. 183 fórust, þar af átta íslenskir starfsmenn Loftleiða. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. DC-8 vélin Leifur Eiríksson var að flytja 249 indónesíska pílagríma til heimalandsins en orsök flugslyssins voru fyrst og fremst lélegt ástand blindaðflugstækjanna á Katunayake-flugvelli á Sri Lanka. Rangar leiðbeiningar flugumferðarstjóra féllu saman við gölluð og hættuleg aðflugstækin. Af þeim sem komust lífs af frá slysinu voru fimm Íslendingar. Þeir voru flugfreyjurnar Jónína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir, og Harald Snæhólm flugstjóri en hann var farþegi í þessu flugi. Þau héldu öll áfram að fljúga í áratugi fyrir Flugleiðir og Icelandair. Ég var komin lengst út í móa Í þættinum lýsir Oddný slysinu og þeim tíma sem tók við: „Og svo byrjum við að heyra högg, bara búmm, búmm, búmm, og ég fer að hugsa: Ég er áhöfnin, það er ég sem á að gera eitthvað. Og ég fer að hugsa: Það er eitthvað að. Ég held ég hafi staðið upp og reynt að kíkja út. Það næsta sem ég man er að ég held í hurðina, handfangið, og ég er lengst einhvers staðar úti í móa. Ég lít upp og sé vélina í björtu báli. Þuríður Vilhjálmsdóttir, flugfreyja og vinkona Oddnýjar, kom að henni við brennandi flakið og dró hana í burt þrátt fyrir að vera sjálf slösuð. „Ég var bara úti í skógi í svartamyrkri og ægilega mikilli rigningu. Og vélin í björtu báli,“ rifjar Oddný upp. Flugmenn á vegum Royal Air Force mættu á svæðið og fluttu Oddný og Þuríði á sjúkrahús ásamt fleirum. Loftleiðaáhöfn Dagfinns Stefánssonar hafði beðið á flugvellinum í Colombo, tilbúin að fljúga vélinni með farþegana áfram til Indónesíu. Það fólk leitaði nú félaga sinna í von um að finna sem flest á lífi. Oddný dvaldi lengi á sjúkrahúsi ytra áður en henni var leyft að ferðast aftur heim til Íslands.Skjáskot „Og svo var ég flutt á eitthvað sjúkrahús, og þar með var ég týnd. Ég var talin af. Síðan einhvern tímann um morguninn, þegar það var orðið bjart, þá vorum ég og fullt af fólki sett inn í vörubíl með tjaldi yfir. Svo keyrum við eitthvað og ég heyri svo einhvern kalla: „Þetta er Oddný, þetta er Oddný!“ Þá var þarna kominn Guðjón Guðnason flugþjónn og Kristín Geirsdóttir með honum. Þau voru í áhöfninni sem átti að taka við." Fékk sektarkennd yfir að hafa lifað af Í þættinum lýsir Oddný meðal annars aðstæðunum á sjúkrahúsinu þar sem hún dvaldi fyrst um sinn, en þær aðstæður voru frekar nöturlegar. „Svo kom Katrín Fjeldsted, og ég held Dagfinnur, og einhverjir úr áhöfninni, og þau létu flytja mig á þetta fína og flotta einkasjúkrahús.“ Hún rifjar einnig upp heimförina til Íslands. „Ég man eftir mér úti í Kaupmannahöfn. Þá var ég látin bíða úti í sjúkrabíl og stúlka sat hjá mér. Svo kom ég heim með íslenskri flugvél og stjórn Loftleiða kom og tók á móti mér, og pabbi og mamma og sonur minn.“ Átta íslenskir starfsmenn Flugleiða létust í flugslysinu á Sri Lanka, einu mannskæðasta flugslysi Íslandssögunnar. Þegar Oddný er spurð hvernig henni gekk að vinna úr því að hafa misst átta félaga segir hún: „Mér gekk ekki vel. Ég fékk örugglega svona „survivor‘s guilt“. Mig langaði hreinlega að hafa dáið líka, ég bara þoldi þetta ekki. Mér fannst þetta vont; að hafa komist af. En ég varð náttúrulega að komast af, ég átti níu ára dreng og ég þurfti að ala hann upp.“ Engin áfallahjálp Oddný kveðst reglulega hafa fengið þunglyndisköst og martraðir í kjölfar slyssins. „Fólki fannst bara að maður ætti bara að gleyma þessu. Þegar maður talaði um þetta við starfsfólk Icelandair, þá vildi enginn tala um þetta. Fólk var í algjörri afneitun. Þetta bara skeði ekki.“ Á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. ,,Hún var ekki í tísku þá. En það voru tekin nokkur viðtöl við mig. Mér fannst að í hvert skipti sem það var gert þá létti mér,“ segir hún. Oddný segist hafa verið dugleg að opna sig um slysið, ekki síst við samheldna vinnufélaga hjá Icelandair. Svo hélt hún áfram að fljúga. ,,Mér leið alveg ofboðslega vel að vera komin innan um mína gömlu félaga. Þetta var fólk sem skildi mig – skildi í hverju ég hafði lent.,“ segir hún. „Mér fannst það vera stærsta hjálpin. Þetta voru svo góðir vinir og umhyggjusamir.“ Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan. Útkall Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Ég get ekki meir“ „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. 31. janúar 2024 09:11 Ólýsanleg vonbrigði þegar skipin sigldu fram hjá Þegar síldarbáturinn Stígandi frá Ólafsfirði sökk norður í íshafi árið 1967 voru tólf Íslendingar um borð. Fimm sólarhringar liðu þar til þeirra var saknað og umfangsmikil leit hófst. Í millitíðinni lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 24. janúar 2024 07:01 Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Í nýjasta þætti Útkalls í umsjón Óttars Sveinssonar rifjar Oddný upp atburðinn og eftirmála hans en hér um að ræða fjórða mannskæðasta flugslys sögunnar á þessum tíma. 183 fórust, þar af átta íslenskir starfsmenn Loftleiða. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. DC-8 vélin Leifur Eiríksson var að flytja 249 indónesíska pílagríma til heimalandsins en orsök flugslyssins voru fyrst og fremst lélegt ástand blindaðflugstækjanna á Katunayake-flugvelli á Sri Lanka. Rangar leiðbeiningar flugumferðarstjóra féllu saman við gölluð og hættuleg aðflugstækin. Af þeim sem komust lífs af frá slysinu voru fimm Íslendingar. Þeir voru flugfreyjurnar Jónína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir, og Harald Snæhólm flugstjóri en hann var farþegi í þessu flugi. Þau héldu öll áfram að fljúga í áratugi fyrir Flugleiðir og Icelandair. Ég var komin lengst út í móa Í þættinum lýsir Oddný slysinu og þeim tíma sem tók við: „Og svo byrjum við að heyra högg, bara búmm, búmm, búmm, og ég fer að hugsa: Ég er áhöfnin, það er ég sem á að gera eitthvað. Og ég fer að hugsa: Það er eitthvað að. Ég held ég hafi staðið upp og reynt að kíkja út. Það næsta sem ég man er að ég held í hurðina, handfangið, og ég er lengst einhvers staðar úti í móa. Ég lít upp og sé vélina í björtu báli. Þuríður Vilhjálmsdóttir, flugfreyja og vinkona Oddnýjar, kom að henni við brennandi flakið og dró hana í burt þrátt fyrir að vera sjálf slösuð. „Ég var bara úti í skógi í svartamyrkri og ægilega mikilli rigningu. Og vélin í björtu báli,“ rifjar Oddný upp. Flugmenn á vegum Royal Air Force mættu á svæðið og fluttu Oddný og Þuríði á sjúkrahús ásamt fleirum. Loftleiðaáhöfn Dagfinns Stefánssonar hafði beðið á flugvellinum í Colombo, tilbúin að fljúga vélinni með farþegana áfram til Indónesíu. Það fólk leitaði nú félaga sinna í von um að finna sem flest á lífi. Oddný dvaldi lengi á sjúkrahúsi ytra áður en henni var leyft að ferðast aftur heim til Íslands.Skjáskot „Og svo var ég flutt á eitthvað sjúkrahús, og þar með var ég týnd. Ég var talin af. Síðan einhvern tímann um morguninn, þegar það var orðið bjart, þá vorum ég og fullt af fólki sett inn í vörubíl með tjaldi yfir. Svo keyrum við eitthvað og ég heyri svo einhvern kalla: „Þetta er Oddný, þetta er Oddný!“ Þá var þarna kominn Guðjón Guðnason flugþjónn og Kristín Geirsdóttir með honum. Þau voru í áhöfninni sem átti að taka við." Fékk sektarkennd yfir að hafa lifað af Í þættinum lýsir Oddný meðal annars aðstæðunum á sjúkrahúsinu þar sem hún dvaldi fyrst um sinn, en þær aðstæður voru frekar nöturlegar. „Svo kom Katrín Fjeldsted, og ég held Dagfinnur, og einhverjir úr áhöfninni, og þau létu flytja mig á þetta fína og flotta einkasjúkrahús.“ Hún rifjar einnig upp heimförina til Íslands. „Ég man eftir mér úti í Kaupmannahöfn. Þá var ég látin bíða úti í sjúkrabíl og stúlka sat hjá mér. Svo kom ég heim með íslenskri flugvél og stjórn Loftleiða kom og tók á móti mér, og pabbi og mamma og sonur minn.“ Átta íslenskir starfsmenn Flugleiða létust í flugslysinu á Sri Lanka, einu mannskæðasta flugslysi Íslandssögunnar. Þegar Oddný er spurð hvernig henni gekk að vinna úr því að hafa misst átta félaga segir hún: „Mér gekk ekki vel. Ég fékk örugglega svona „survivor‘s guilt“. Mig langaði hreinlega að hafa dáið líka, ég bara þoldi þetta ekki. Mér fannst þetta vont; að hafa komist af. En ég varð náttúrulega að komast af, ég átti níu ára dreng og ég þurfti að ala hann upp.“ Engin áfallahjálp Oddný kveðst reglulega hafa fengið þunglyndisköst og martraðir í kjölfar slyssins. „Fólki fannst bara að maður ætti bara að gleyma þessu. Þegar maður talaði um þetta við starfsfólk Icelandair, þá vildi enginn tala um þetta. Fólk var í algjörri afneitun. Þetta bara skeði ekki.“ Á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. ,,Hún var ekki í tísku þá. En það voru tekin nokkur viðtöl við mig. Mér fannst að í hvert skipti sem það var gert þá létti mér,“ segir hún. Oddný segist hafa verið dugleg að opna sig um slysið, ekki síst við samheldna vinnufélaga hjá Icelandair. Svo hélt hún áfram að fljúga. ,,Mér leið alveg ofboðslega vel að vera komin innan um mína gömlu félaga. Þetta var fólk sem skildi mig – skildi í hverju ég hafði lent.,“ segir hún. „Mér fannst það vera stærsta hjálpin. Þetta voru svo góðir vinir og umhyggjusamir.“ Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan.
Útkall Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Ég get ekki meir“ „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. 31. janúar 2024 09:11 Ólýsanleg vonbrigði þegar skipin sigldu fram hjá Þegar síldarbáturinn Stígandi frá Ólafsfirði sökk norður í íshafi árið 1967 voru tólf Íslendingar um borð. Fimm sólarhringar liðu þar til þeirra var saknað og umfangsmikil leit hófst. Í millitíðinni lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 24. janúar 2024 07:01 Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
„Ég get ekki meir“ „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. 31. janúar 2024 09:11
Ólýsanleg vonbrigði þegar skipin sigldu fram hjá Þegar síldarbáturinn Stígandi frá Ólafsfirði sökk norður í íshafi árið 1967 voru tólf Íslendingar um borð. Fimm sólarhringar liðu þar til þeirra var saknað og umfangsmikil leit hófst. Í millitíðinni lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 24. janúar 2024 07:01
Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning