Sigurbjörn Árni fór á kostum í lýsingu á Íslandsmeti Baldvins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:31 Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Baldvin Þór Magnússon fóru báðir á kostum í gær. Samsett/Vilhelm og icelandathletics Baldvin Þór Magnússon bætti 44 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær og ekki skemmdi fyrir að hann sló metið á Íslandi og að Sigurbjörn Árna Arngrímsson var að lýsa hlaupinu. Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira