Erlent

Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bresk herþota á leið í loftið. 
Bresk herþota á leið í loftið.  Samantha Drummee/AP

Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær.

Talsmenn hersins segja að ráðist hafi verið að eldflaugaskotpöllum sem hafi verið tilbúnir til að gera árásir á skip á Rauðahafi. Einnig voru gerðar árásir á laugardag og tók breski herinn þátt í þeim en í gær voru Bandaríkjamenn einir að verki.

Breska ríkisstjórnin segir að árásirnar séu gerðar í sjálfsvörn til að stöðva tíðar árásir Húta á flutningaskip á Rauðahafi.

Hútar heita því að hefna fyrir árásir vesturveldanna en þeir segjast gera árásirnar á Rauðahafi til stuðnings Palestínumönnum á Gasa. Halda þeir því fram að skipin sem ráðist sé á séu að aðstoða Ísreala í herleiðangri sínum en Bandaríkjamenn segja að ráðist sé á hvaða skip sem er, óháð tengslum við Ísrael eða Bandaríkin.


Tengdar fréttir

Ráðast enn og aftur á Húta

Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum.

Komu í veg fyrir stórslys í Rauðahafi

Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins.

Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta

Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×