Málið sem skekið hefur Skeifuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:46 Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Diego Skeifuköttur á ólöglegu flandri í versluninni og Hermann Valsson, aðdáandi Diegos. Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“ Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“
Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42