Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2024 08:01 Kristinn Steindórsson og aðrir Blikar voru ferskir á æfingu dagsins. Vísir/Skjáskot Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti