Littler svarar Van Gerwen: „Kominn í deild stóru strákanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 16:31 Keppendurnir átta sem taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti (frá vinstri): Peter Wright, Rob Cross, Nathan Aspinall, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Michael Smith, Gerwyn Price og Luke Littler. getty/David Davies Píluungstirnið Luke Littler gaf lítið fyrir skot Michaels van Gerwen og svaraði Hollendingnum fullum hálsi. Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters. Pílukast Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters.
Pílukast Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira