Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 23:04 Dúfunni var sleppt á þriðjudaginn, eftir átta mánuði í haldi. Þá hafði komið í ljós að hún kom frá Taívan en ekki frá Kína. AP/Anshuman Poyrekar Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.
Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira