Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. febrúar 2024 21:44 Einar Jónsson var óánægður með margt í leik sinna manna. Vísir/Anton Brink Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
„Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09