Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guðnýjar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:53 Ebba Guðný er þekkt fyrir að törfa fram hollar máltíðir fyrir alla fjölskylduna. Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. Speltpítsa fyrir 2-3 Hráefni: 160 g gróft lífrænt spelt 1 msk gott pítsukrydd 1 dl heitt vatn Aðferð: Hitið ofninn á 180 C° og blástur. Blandið saman spelti og kryddi. Bætið vatni saman við, hrærið fyrst með skeið og svo með höndum. Hnoðið saman og búa til tvær kúlur. Notið fínt spelt til að fletja út tvær þunnar pítsur og baka hvora um sig við 180°C blástur í um fimm mínútur eða þangað til botninn er bakaður og þurr á að líta. Takið þá botninn út og setjið sósu, ost og álegg. Setjið pítsuna aftur inn í ofninn og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með hvítlauksolíu og klettasalati Speltpítsan er einföld og gerlaus.Ebba Guðný. Glútenlaus pítsa „Í milljón og sjö ár eldaði ég næstum hvert einasta föstudagskvöld einfalda spelt pítsu úr grófu lífrænu spelti þangað til einn daginn þoldi ég glúten ekki lengur,“ segir Ebba sem færði sig yfir í glútenlaust mjöl. „Eftir að hafa svo bakað bæði spelt pítsu og glútenlausa pítsu hvert einasta föstudagskvöld í nokkur ár kom ég að máli við Kaju hjá Kaja Organics og við ákváðum að búa til lífræna glútenlausa pítsu úr vönduðu hráefni sem færi vel í maga.“ Glútenlaus pítsa að hætti Ebbu Guðnýjar.Ebba Guðný Hugmynd að áleggi: Sósa: Tómatsósa og tómatpúrra til helminga. Rautt pestó passar líka vel með því. Mozzarella ostur Bakað grænmeti Rjómaostur Döðlur Ólífur Rauðlaukur Bakað grænmeti: Þvoið grænmetið og afhýðið ef þarf. Skerið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og bakið í um 15-20 mínútur við 180°C blástur. Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C og blástur. Til þess að fá botninn sérstaklega stökkan er gott að Kveikja á ofninum, setja botninn á grind og stinga honum inn í ofninn í um tíu mínútur. Takið botninn út og bætið sósu, osti og áleggi á. Setjið pítsuna aftur inn í ofn í um það bil tíu mínútur eða þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Hvítlauksolía Pressið hvítlauk í krukku og bætið kaldpressaðri ólífuolíu út á. Ólían geymist í um það bil þrjár vikur í krukku með loki í kæli. Olían geymist í kæli í allt að þrjár vikur.Ebba Guðný Uppskriftir Heilsa Matur Pítsur Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
Speltpítsa fyrir 2-3 Hráefni: 160 g gróft lífrænt spelt 1 msk gott pítsukrydd 1 dl heitt vatn Aðferð: Hitið ofninn á 180 C° og blástur. Blandið saman spelti og kryddi. Bætið vatni saman við, hrærið fyrst með skeið og svo með höndum. Hnoðið saman og búa til tvær kúlur. Notið fínt spelt til að fletja út tvær þunnar pítsur og baka hvora um sig við 180°C blástur í um fimm mínútur eða þangað til botninn er bakaður og þurr á að líta. Takið þá botninn út og setjið sósu, ost og álegg. Setjið pítsuna aftur inn í ofninn og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með hvítlauksolíu og klettasalati Speltpítsan er einföld og gerlaus.Ebba Guðný. Glútenlaus pítsa „Í milljón og sjö ár eldaði ég næstum hvert einasta föstudagskvöld einfalda spelt pítsu úr grófu lífrænu spelti þangað til einn daginn þoldi ég glúten ekki lengur,“ segir Ebba sem færði sig yfir í glútenlaust mjöl. „Eftir að hafa svo bakað bæði spelt pítsu og glútenlausa pítsu hvert einasta föstudagskvöld í nokkur ár kom ég að máli við Kaju hjá Kaja Organics og við ákváðum að búa til lífræna glútenlausa pítsu úr vönduðu hráefni sem færi vel í maga.“ Glútenlaus pítsa að hætti Ebbu Guðnýjar.Ebba Guðný Hugmynd að áleggi: Sósa: Tómatsósa og tómatpúrra til helminga. Rautt pestó passar líka vel með því. Mozzarella ostur Bakað grænmeti Rjómaostur Döðlur Ólífur Rauðlaukur Bakað grænmeti: Þvoið grænmetið og afhýðið ef þarf. Skerið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og bakið í um 15-20 mínútur við 180°C blástur. Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C og blástur. Til þess að fá botninn sérstaklega stökkan er gott að Kveikja á ofninum, setja botninn á grind og stinga honum inn í ofninn í um tíu mínútur. Takið botninn út og bætið sósu, osti og áleggi á. Setjið pítsuna aftur inn í ofn í um það bil tíu mínútur eða þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Hvítlauksolía Pressið hvítlauk í krukku og bætið kaldpressaðri ólífuolíu út á. Ólían geymist í um það bil þrjár vikur í krukku með loki í kæli. Olían geymist í kæli í allt að þrjár vikur.Ebba Guðný
Uppskriftir Heilsa Matur Pítsur Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira