Albert fengi hátt í milljón á dag Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:31 Albert Guðmundsson hefur skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, fyrir Genoa. Getty/Francesco Pecoraro Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina. Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum. Ítalski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum.
Ítalski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira