Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA. Þar segir að lækkunin nú sé framhald á þróun sem hafi hafist fyrir áramótin.
Haft er eftir Stefáni Dagssyni, framkvæmdastjóra IKEA á 'Íslandi, að nýlegir samningar við birgja um lægra innkaupsverð hafi gert fyrirtækinu kleift að lækka verð. „Á sama tíma tökum við ákvörðun um að festa verð til ársloka og gilda þessar breytingar nú frá 1. febrúar,“ segir Stefán.
Hann segir sömuleiðis að aðstæður hafi skapast í rekstrinum til að lækka verð aftur eftir umtalsverðar áskoranir síðustu ára. „Erfiðleikar í aðfangakeðjunni hafa jafnað sig að mestu leyti, hráefnisverð hefur farið lækkandi og tekist hefur að hagræða í framleiðslu. Það er virkilega ánægjulegt að hafa svigrúm til að leggja okkar af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin klári skynsamlega samninga sem allra fyrst“, segir Stefán.