Um hagnað bankanna Heiðrún Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa 31. janúar 2024 15:01 Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun