Umfjöllun og viðtöl Njarðvík-Valur 79-67: Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Árni Jóhannsson skrifar 31. janúar 2024 22:00 Vísir/Bára Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvík náði undirtökunum undir lokin og vann að lokum tólf stiga sigur. Lokatölur 79-67. Leikurinn var í miklu jafnvægi allan tímann nánast en í fyrsta leikhluta voru það heimakonur í Njarðvík sem voru skrefi framar. Þær náðu sér í fjögurra stiga forskot sem þær héldu út leikhlutann en að miklu leyti var það þriggja stig nýting þeirra sem gerð það að verkum að þær voru framar. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum þó að varnarglefsur hafi litið dagsins ljós endrum og eins. Staðan var 20-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Í öðrum leikhluta var það Valur sem byrjaði betur og endaði betur. Þær komust yfir í fyrsta sinn þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í stöðuna 25-27 og náðu að halda því forskoti út leikhlutann þó að Njarðvíkingar hafi bitið frá sér en ekki tekið yfir leikinn þó þær virtust ætla að hóta því. Téa Adams leiddi sínar konur í Val og var með 14 stig í hálfleik eins og Selens Lott fyrir Njarðvík. Staðan var 39-40 gestunum í vil og leikurinn í járnum og jafnvægi. Þegar hér var komið við sögu var Emilie Hesseldal með sjö stig. Meira af því síðar. Seinni hálfleikur byrjarði og það var ljóst að aðalumræðuefnið yfir vatnssopanum hjá báðum liðum var varnarleikur. Bæði lið urðu ákafari á sínum eigin varnarhelming og við það hertist járnið bara og úr varð mikil spenna. Liðin skiptust á forskotinu þangað til að Njarðvíkingar náðu að skvetta nokkrum stigum í andlit Valskvenna og náðu í sjö stig forskot undir lok þriðja leikhlutans. Valskonur enduðu leikhlutann þó vel og forskot Njarðvíkinga fjögur stig fyrir lokaátökin, 59-55. Þá hertist leikurinn enn frekar og liðin hreinlega gátu ekki keypt sér körfu og þegar um sex mínútur voru eftir var staðan 61-60 en þá skildi að. Það virtist sem máttur Vals hafi þrotið en Njarðvíkingar, sem spiluðu á nánast öllu liði sínu, höfðu kraft til að skora 10 stig í röð og þannig loka leiknum. Staðan var 68-60 þegar Valur tók leikhlé og þegar 4:39 voru eftir en strax eftir leikhléið setti Krista Gló Magnúsdóttir niður þrist sem virkaði sem rýtingur í síðu Valskvenna. Valur komst ekki nær Njarðvíkingum sem lokuðu leiknum með 12 stiga sigri. Afhverju vann Njarðvík? Þær höfðu meiri orku í lok leiks sem þær gátu nýtt í að herða varnarleik sinn. Valur hitti verr á síðustu fimm mínútum leiksins og Njarðvík gekk lagið og opnaði gjá milli liðanna sem ekki var hægt að brúa. Eftir leik sem hafði verið í miklu jafnvægi þá er tilfinningin að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Hvað gekk illa? Hittni Vals hrundi í lokin og þegar þær misstu Njarðvíkinga í tveggja stafa mun þá var ekki aftur snúið. Brooklyn Pannell fann sig ekki í dag, hitti illa og náði ekki að gefa eina stoðsendingu. Best á vellinum? Emilie Hesseldal hlýtur nafnbótina maður leiksins. Hún hafði hægt um sig í fyrri hálfleik, skoraði sjö stig, en sprakk út í seinni hálfleik og leiddi sínar konur til sigurs. Hún endaði með 28 stig, 15 fráköst og fimm stolna bolta. Þá var hún +11 í tölfræðiskýrslunni. Stigahæst hjá Val var Téa Adams með 29 stig. Hvað næst? Nú er hinni hefðbundnu deildarkeppni lokið og við hefjum leik í tvískiptri deild. Njarðvíkingar verða í efri hlutanum en Valur í þeim neðri. Leikar hefjast í næstu viku. Hjalti: Við ætlum að vera á réttum stað þegar það skiptir máli Það er léttara yfir þjálfara Valskvenna eftir undanfarna tvo leiki þó leikurinn gegn Njarðvík hafi tapast. Hvað gerðist hjá Val sem varð til þess að þær misstu Njarðvík framúr sér? „Þær „out höstluðu“ okkur í seinni hálfleik. Þær fá 18 stig eftir seinna tækifærið og eru með 21 sóknarfrákast. Það er bara ofboðslega mikið. Við vorum kannski aðeins of litlar í dag og verðum að vinna betur í því að stíga betur út. Við erum minni en allavega Njarðvíkingar og þurfum að gera aðeins betur í að ýta þeim frá körfunni.“ Valur var samt yfir í þessum tölfræðiþætti í byrjun leiks. Var það eitthvað við hugarfarið sem breyttist þá? „Þær fóru náttúrlega bara að sækja nær körfunni. Við vorum að skipta helling í vörninni og vorum í svæðisvörn líka og þar af leiðandi opnaðist aðeins fyrir þær og gerði það erfiðara fyrir okkur að stíga út. Þetta er eitthvað sem við verðum klárlega að skoða og laga hjá okkur. Við þurfum að gera betur í þessu ef við ætlum að eiga séns í Njarðvík.“ Það er samt væntanlega eitthvað jákvætt sem Hjalti getur tekið út úr þessum leik. „Þetta er himinn og haf á milli hjá okkur á þessu tímabili. Við áttum ekki roð í Njarðvík, Keflavík og Grindavík fyrr á tímabilinu. Núna er einhver von hjá okkur og við erum að tvinna þetta betur saman. Það eru þrjár nýjar frá áramótum og Téa bara búin að taka tvo leik með okkur. Þannig að við eigum helling inni og við ætlum að vera á réttum stað þegar það skiptir máli.“ Brooklyn Pannell átti ekki sinn besta dag. Hvað var að gerast hjá henni? „Mér fannst við ekki gefa henni nóg pláss. Við minnkuðum völlinn fyrir hana og vorum að hjálpa Njarðvík að dekka hana. Þær gátu hjálpað of mikið í áttina að henni og þess vegna minnkaði plássið fyrir hana.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur
Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvík náði undirtökunum undir lokin og vann að lokum tólf stiga sigur. Lokatölur 79-67. Leikurinn var í miklu jafnvægi allan tímann nánast en í fyrsta leikhluta voru það heimakonur í Njarðvík sem voru skrefi framar. Þær náðu sér í fjögurra stiga forskot sem þær héldu út leikhlutann en að miklu leyti var það þriggja stig nýting þeirra sem gerð það að verkum að þær voru framar. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum þó að varnarglefsur hafi litið dagsins ljós endrum og eins. Staðan var 20-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Í öðrum leikhluta var það Valur sem byrjaði betur og endaði betur. Þær komust yfir í fyrsta sinn þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í stöðuna 25-27 og náðu að halda því forskoti út leikhlutann þó að Njarðvíkingar hafi bitið frá sér en ekki tekið yfir leikinn þó þær virtust ætla að hóta því. Téa Adams leiddi sínar konur í Val og var með 14 stig í hálfleik eins og Selens Lott fyrir Njarðvík. Staðan var 39-40 gestunum í vil og leikurinn í járnum og jafnvægi. Þegar hér var komið við sögu var Emilie Hesseldal með sjö stig. Meira af því síðar. Seinni hálfleikur byrjarði og það var ljóst að aðalumræðuefnið yfir vatnssopanum hjá báðum liðum var varnarleikur. Bæði lið urðu ákafari á sínum eigin varnarhelming og við það hertist járnið bara og úr varð mikil spenna. Liðin skiptust á forskotinu þangað til að Njarðvíkingar náðu að skvetta nokkrum stigum í andlit Valskvenna og náðu í sjö stig forskot undir lok þriðja leikhlutans. Valskonur enduðu leikhlutann þó vel og forskot Njarðvíkinga fjögur stig fyrir lokaátökin, 59-55. Þá hertist leikurinn enn frekar og liðin hreinlega gátu ekki keypt sér körfu og þegar um sex mínútur voru eftir var staðan 61-60 en þá skildi að. Það virtist sem máttur Vals hafi þrotið en Njarðvíkingar, sem spiluðu á nánast öllu liði sínu, höfðu kraft til að skora 10 stig í röð og þannig loka leiknum. Staðan var 68-60 þegar Valur tók leikhlé og þegar 4:39 voru eftir en strax eftir leikhléið setti Krista Gló Magnúsdóttir niður þrist sem virkaði sem rýtingur í síðu Valskvenna. Valur komst ekki nær Njarðvíkingum sem lokuðu leiknum með 12 stiga sigri. Afhverju vann Njarðvík? Þær höfðu meiri orku í lok leiks sem þær gátu nýtt í að herða varnarleik sinn. Valur hitti verr á síðustu fimm mínútum leiksins og Njarðvík gekk lagið og opnaði gjá milli liðanna sem ekki var hægt að brúa. Eftir leik sem hafði verið í miklu jafnvægi þá er tilfinningin að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Hvað gekk illa? Hittni Vals hrundi í lokin og þegar þær misstu Njarðvíkinga í tveggja stafa mun þá var ekki aftur snúið. Brooklyn Pannell fann sig ekki í dag, hitti illa og náði ekki að gefa eina stoðsendingu. Best á vellinum? Emilie Hesseldal hlýtur nafnbótina maður leiksins. Hún hafði hægt um sig í fyrri hálfleik, skoraði sjö stig, en sprakk út í seinni hálfleik og leiddi sínar konur til sigurs. Hún endaði með 28 stig, 15 fráköst og fimm stolna bolta. Þá var hún +11 í tölfræðiskýrslunni. Stigahæst hjá Val var Téa Adams með 29 stig. Hvað næst? Nú er hinni hefðbundnu deildarkeppni lokið og við hefjum leik í tvískiptri deild. Njarðvíkingar verða í efri hlutanum en Valur í þeim neðri. Leikar hefjast í næstu viku. Hjalti: Við ætlum að vera á réttum stað þegar það skiptir máli Það er léttara yfir þjálfara Valskvenna eftir undanfarna tvo leiki þó leikurinn gegn Njarðvík hafi tapast. Hvað gerðist hjá Val sem varð til þess að þær misstu Njarðvík framúr sér? „Þær „out höstluðu“ okkur í seinni hálfleik. Þær fá 18 stig eftir seinna tækifærið og eru með 21 sóknarfrákast. Það er bara ofboðslega mikið. Við vorum kannski aðeins of litlar í dag og verðum að vinna betur í því að stíga betur út. Við erum minni en allavega Njarðvíkingar og þurfum að gera aðeins betur í að ýta þeim frá körfunni.“ Valur var samt yfir í þessum tölfræðiþætti í byrjun leiks. Var það eitthvað við hugarfarið sem breyttist þá? „Þær fóru náttúrlega bara að sækja nær körfunni. Við vorum að skipta helling í vörninni og vorum í svæðisvörn líka og þar af leiðandi opnaðist aðeins fyrir þær og gerði það erfiðara fyrir okkur að stíga út. Þetta er eitthvað sem við verðum klárlega að skoða og laga hjá okkur. Við þurfum að gera betur í þessu ef við ætlum að eiga séns í Njarðvík.“ Það er samt væntanlega eitthvað jákvætt sem Hjalti getur tekið út úr þessum leik. „Þetta er himinn og haf á milli hjá okkur á þessu tímabili. Við áttum ekki roð í Njarðvík, Keflavík og Grindavík fyrr á tímabilinu. Núna er einhver von hjá okkur og við erum að tvinna þetta betur saman. Það eru þrjár nýjar frá áramótum og Téa bara búin að taka tvo leik með okkur. Þannig að við eigum helling inni og við ætlum að vera á réttum stað þegar það skiptir máli.“ Brooklyn Pannell átti ekki sinn besta dag. Hvað var að gerast hjá henni? „Mér fannst við ekki gefa henni nóg pláss. Við minnkuðum völlinn fyrir hana og vorum að hjálpa Njarðvík að dekka hana. Þær gátu hjálpað of mikið í áttina að henni og þess vegna minnkaði plássið fyrir hana.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum