Stólarnir greindu frá endurkomu Woods á samfélagsmiðlum í dag. Hann samdi við félagið til loka tímabilsins.
Woods lék í Tyrklandi í vetur en hann hefur einnig leikið í Hollandi, Póllandi og Grikklandi.
Á síðasta tímabili var Woods með 19,4 stig, 4,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildakeppninni. Í úrslitakeppninni var hann með 18,6 stig, 3,1 frákast og 4,2 stoðsendingar.
Tindastóll, sem er í 9. sæti Subway deildarinnar, mætir Breiðabliki annað kvöld.