„Ég er ekki ég, ég er annar“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. janúar 2024 11:31 Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni Þetta er afmarkað svið, en langt í frá það eina þar sem slíkar lausnir munu ná fótfestu og eru nú þegar teknar að ná henni. Innan skamms verður orðið algengt að fólk láti gervigreind ekki aðeins skrifa og svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum í eigin nafni, heldur einnig að líkja eftir eigin rödd í símtölum og líkja bæði eftir eigin rödd og persónu á fjarfundum. Þannig verður hægt að margfalda eigin afköst með því að afrita sjálfan sig. "Ég er ekki ég, ég er annar" söng Megas forðum. Það verða brátt orð að sönnu. Hvar liggja mörkin milli einstaklingsins og afritsins? Gervigreindarlíkönin eru bæði mjög vel fær um að líkja eftir ritstíl og þess vegna talanda einstaklinga og auðvelt er að mata þau með upplýsingum sem gera eftirlíkinguna trúverðuga. Fyrst um sinn má búast við að slíkar eftirlíkingar verði helst notaðar í starfstengdum tilgangi, en það á eftir að breytast fljótt. Innan skamms má gera ráð fyrir að fólk noti slíka möguleika einnig í persónulegum samskiptum. Vandinn er að þau okkar sem nýta tæknina á þennan hátt geta fljótt hætt að vita nákvæmlega hvað hefur verið sagt og gert í þeirra nafni og hvaða skilaboðum hefur verið komið á framfæri við eftirmyndina. Á endanum grundvallast sjálfsmynd einstaklingsins og sú mynd sem aðrir hafa af honum á þeim samskiptum sem hann á við samferðafólk sitt og þeim endurminningum sem á þeim byggja. Freistingin til að afrita okkur sjálf er því líklega ein stærsta ógnin af gervigreindinni. Þessi freisting getur nefnilega á undraskömmum tíma valdið því að við glötum stjórn á eigin lífi, missum sjónar á því hver við erum. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum Litlar sem engar líkur eru á að löggjöf eða reglugerðir muni hindra þessa þróun. Tæknin er komin til að vera, freistingin til að nota hana er of sterk, þörfin of rík til að við látum það eiga sig. Þeim sem ná að nýta sér þessa möguleika markvisst mun farnast betur, rétt eins og þeim sem ná að nýta sér önnur tækifæri til að auka eigin hæfni og afköst sem gervigreindin býður upp á. En verði ekkert að gert er ljóst að sá hópur verður miklu stærri sem fer hallloka, þau sem glata stjórn á eigin lífi og renna saman við eftirlíkingarnar. Nýju mállíkönin eru eðlisólík öllum öðrum tækninýjungum. Þessi sérstaða grundvallast á hæfileika þeirra til að beita tungumálinu og læra af og líkja eftir lifandi fólki. Afleiðingarnar eru okkur flestum enn aðeins að litlu leyti ljósar. Við munum nýta okkur þessa tækni, því gerum við það ekki drögumst við aftur úr öðrum. Um leið er hættan á því að við missum stjórn á eigin lífi raunveruleg. Enginn getur hindrað það nema við sjálf. Til þess verðum við að þekkja tæknina og tækifærin og ógnirnar sem henni fylgja. Það er þó ekki nóg. Til að halda stjórninni verðum við að styrkja markvisst okkar eigin meðvitund um hvað skiptir okkur máli og okkar eigin getu til að hugsa skýrt. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni Þetta er afmarkað svið, en langt í frá það eina þar sem slíkar lausnir munu ná fótfestu og eru nú þegar teknar að ná henni. Innan skamms verður orðið algengt að fólk láti gervigreind ekki aðeins skrifa og svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum í eigin nafni, heldur einnig að líkja eftir eigin rödd í símtölum og líkja bæði eftir eigin rödd og persónu á fjarfundum. Þannig verður hægt að margfalda eigin afköst með því að afrita sjálfan sig. "Ég er ekki ég, ég er annar" söng Megas forðum. Það verða brátt orð að sönnu. Hvar liggja mörkin milli einstaklingsins og afritsins? Gervigreindarlíkönin eru bæði mjög vel fær um að líkja eftir ritstíl og þess vegna talanda einstaklinga og auðvelt er að mata þau með upplýsingum sem gera eftirlíkinguna trúverðuga. Fyrst um sinn má búast við að slíkar eftirlíkingar verði helst notaðar í starfstengdum tilgangi, en það á eftir að breytast fljótt. Innan skamms má gera ráð fyrir að fólk noti slíka möguleika einnig í persónulegum samskiptum. Vandinn er að þau okkar sem nýta tæknina á þennan hátt geta fljótt hætt að vita nákvæmlega hvað hefur verið sagt og gert í þeirra nafni og hvaða skilaboðum hefur verið komið á framfæri við eftirmyndina. Á endanum grundvallast sjálfsmynd einstaklingsins og sú mynd sem aðrir hafa af honum á þeim samskiptum sem hann á við samferðafólk sitt og þeim endurminningum sem á þeim byggja. Freistingin til að afrita okkur sjálf er því líklega ein stærsta ógnin af gervigreindinni. Þessi freisting getur nefnilega á undraskömmum tíma valdið því að við glötum stjórn á eigin lífi, missum sjónar á því hver við erum. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum Litlar sem engar líkur eru á að löggjöf eða reglugerðir muni hindra þessa þróun. Tæknin er komin til að vera, freistingin til að nota hana er of sterk, þörfin of rík til að við látum það eiga sig. Þeim sem ná að nýta sér þessa möguleika markvisst mun farnast betur, rétt eins og þeim sem ná að nýta sér önnur tækifæri til að auka eigin hæfni og afköst sem gervigreindin býður upp á. En verði ekkert að gert er ljóst að sá hópur verður miklu stærri sem fer hallloka, þau sem glata stjórn á eigin lífi og renna saman við eftirlíkingarnar. Nýju mállíkönin eru eðlisólík öllum öðrum tækninýjungum. Þessi sérstaða grundvallast á hæfileika þeirra til að beita tungumálinu og læra af og líkja eftir lifandi fólki. Afleiðingarnar eru okkur flestum enn aðeins að litlu leyti ljósar. Við munum nýta okkur þessa tækni, því gerum við það ekki drögumst við aftur úr öðrum. Um leið er hættan á því að við missum stjórn á eigin lífi raunveruleg. Enginn getur hindrað það nema við sjálf. Til þess verðum við að þekkja tæknina og tækifærin og ógnirnar sem henni fylgja. Það er þó ekki nóg. Til að halda stjórninni verðum við að styrkja markvisst okkar eigin meðvitund um hvað skiptir okkur máli og okkar eigin getu til að hugsa skýrt. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun