Körfubolti

Stólarnir kæmust ekki í úr­­­slita­­­keppnina ef úr­­­slitin verða eins og fyrir jól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tindastóll vann Val í lokaúrslitunum í fyrra en er utan úrslitakeppni ef úrslitakeppnin myndi byrja í dag.
Tindastóll vann Val í lokaúrslitunum í fyrra en er utan úrslitakeppni ef úrslitakeppnin myndi byrja í dag. Vísir/Hulda Margrét

Sjö umferðir eru eftir af Subway deild karla í körfubolta og spennan er mikil í baráttunni um sæti úrslitakeppninni enda munar aðeins fjórum stigum á liðinu í þriðja sæti og liðinu í áttunda sæti.

Pressan er farin að magnast á Sauðárkróki enda eru Íslandsmeistarar Tindastóls í níunda sætinu eins og staðan er núna. Það myndi þýða að Stólarnir myndu missa af úrslitakeppninni í vor.

Ein leið til að spá fyrir um hvernig síðustu sjö umferðirnar spilast er að skoða úrslitin úr fyrri umferðinni í þeim leikjum sem eru eftir. Heimaliðin eru auðvitað á útivelli þar og öfugt en þetta segir samt ákveðna sögu.

Með því að gefa liðunum stigin sem þau fengu í leikjum sínum í fimmtu til elleftu umferð er hægt að búa til lokastöðuna eftir 22 leiki.

Ef Tindastólsmenn halda að þeir séu búnir með fleiri erfiða leiki en auðvelda þá er ljóst að þeir þurfa að gera betur en í fyrri umferðinni ætli þeir í úrslitakeppnina.

Stólarnir komast nefnilega ekki í úrslitakeppnina ef úrslitin fara eins og í fyrri umferðinni.

  • Lokastaðan ef úrslitin færu eins og fyrir jól:
  • 1. Valur 34 stig
  • 2. Keflavík 30 stig
  • 2. Njarðvík 30 stig
  • 2. Þór Þorl 30 stig
  • 5. Álftanes 26 stig
  • 5. Grindavík 26 stig
  • 5. Stjarnan 26 stig
  • 8. Höttur 24 stig
  • 9. Tindastóll 22 stig
  • 10. Haukar 10 stig
  • 11. Breiðablik 6 stig
  • 12. Hamar 0 stig

Valsmenn yrðu deildarmeistarar með 34 stig.

Keflavík, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn yrðu jöfn með 30 stig í öðru til fjórða sæti og fengju því heimavallarrétt í átta liða úrslitum.

Álftanes, Grindavík og Stjarnan yrðu jöfn með 26 stig í fimmta til sjöunda sæti og Höttur yrði síðan áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

Höttur myndi enda með 24 stig eða tveimur stigum meira en Tindastóll sem sæti eftir í níunda sætinu með 22 stig.

Haukar myndu vera fjórtán stigum frá því að komast í úrslitakeppnina en fjórum stigum á undan Blikum sem myndu falla með Hamarsliðinu.

  • Stig liða í deildinni í dag:
  • 1. Valur 24 stig
  • 2. Njarðvík 22 stig
  • 3. Þór Þ. 20 stig
  • 4. Keflaví 20 stig
  • 5. Álftanes 18 stig
  • 6. Grindavík 18 stig
  • 7. Höttur 16 stig
  • 8. Stjarnan 16 stig
  • 9. Tindastóll 14 stig
  • 10. Haukar 8 stig
  • 11. Breiðablik 4 stig
  • 12. Hamar 0 stig
  • -
  • Stig liða í umferðum fimm til ellefu:
  • 1. Keflavík 10 stig
  • 1. Stjarnan 10 stig
  • 1. Valur 10 stig
  • 1. Þór Þorl 10 stig
  • 5. Álftanes 8 stig
  • 5. Grindavík 8 stig
  • 5. Höttur 8 stig
  • 5. Njarðvík 8 stig
  • 5. Tindastóll 8 stig
  • 10. Breiðablik 2 stig
  • 10. Haukar 2 stig
  • 12. Hamar 0 stig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×