Svekkjandi að missa handboltastrákana Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 08:32 Anton Sveinn stefnir á það að komast í úrslit í París. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setur stefnuna á að komast í úrslit á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næstu mánuðir í hans lífi munu einkennast af stífum æfingum. Anton Sveinn hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Hann er staddur hér á landi og tók þátt á Reykjavíkurleikunum um helgina. „Þetta var fyrsta mótið á Ólympíutímabilinu og maður er að koma úr þungum æfingum og maður var í rauninni að fá smá stöðumat. Ég stefni á að reyna synda hratt í apríl á opna sænska meistaramótinu og síðan líka á Íslandsmeistaramótinu sem mun vera helgina eftir það,“ segir Anton og heldur áfram. „Núna er lestin farin af stað og hún stoppar ekkert fyrr en maður er kominn til Parísar. Maður er í rauninni búinn að vera undirbúa sig fyrir svona leika í áratugi og þetta er alltaf allavega fjögurra ára ákvörðun að taka þátt á svona leikum.“ Anton ætlar sér stóra hluti á leikunum. Hann hafnaði í 2. sæti í 200 metra bringusundi á EM í desember. „Ég er búinn að komast tvisvar sinnum í úrslita á heimsmeistaramóti og þangað mæta allir þeir bestu. Ég set rána þar og það er svona mitt raunhæfa markmið. Svo er alltaf draumurinn að komast á pall.“ Hann segir að það hafi verið leiðinlegt að sjá á eftir íslenska handboltalandsliðinu en þeim mistókst að koma sér í forkeppni Ólympíuleikanna á EM í Þýskalandi á dögunum. „Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði. Það er ótrúlega gaman að hafa stórt lið og þá getur myndast góður andi. Þannig að það var svekkjandi. Ég man enn þá eftir Ólympíuleikunum í London árið 2012 þegar maður var að spjalla við Guðjón Val í matsalnum, sem var svona mitt átrúnaðargoð. Svo þetta er mjög leiðinlegt að vonandi ná fleiri að komast inn.“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Anton Sveinn hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Hann er staddur hér á landi og tók þátt á Reykjavíkurleikunum um helgina. „Þetta var fyrsta mótið á Ólympíutímabilinu og maður er að koma úr þungum æfingum og maður var í rauninni að fá smá stöðumat. Ég stefni á að reyna synda hratt í apríl á opna sænska meistaramótinu og síðan líka á Íslandsmeistaramótinu sem mun vera helgina eftir það,“ segir Anton og heldur áfram. „Núna er lestin farin af stað og hún stoppar ekkert fyrr en maður er kominn til Parísar. Maður er í rauninni búinn að vera undirbúa sig fyrir svona leika í áratugi og þetta er alltaf allavega fjögurra ára ákvörðun að taka þátt á svona leikum.“ Anton ætlar sér stóra hluti á leikunum. Hann hafnaði í 2. sæti í 200 metra bringusundi á EM í desember. „Ég er búinn að komast tvisvar sinnum í úrslita á heimsmeistaramóti og þangað mæta allir þeir bestu. Ég set rána þar og það er svona mitt raunhæfa markmið. Svo er alltaf draumurinn að komast á pall.“ Hann segir að það hafi verið leiðinlegt að sjá á eftir íslenska handboltalandsliðinu en þeim mistókst að koma sér í forkeppni Ólympíuleikanna á EM í Þýskalandi á dögunum. „Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði. Það er ótrúlega gaman að hafa stórt lið og þá getur myndast góður andi. Þannig að það var svekkjandi. Ég man enn þá eftir Ólympíuleikunum í London árið 2012 þegar maður var að spjalla við Guðjón Val í matsalnum, sem var svona mitt átrúnaðargoð. Svo þetta er mjög leiðinlegt að vonandi ná fleiri að komast inn.“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira