Verkís leiðir milljarðaverkefni Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 11:32 Til stendur að knýja þetta ítalska flutningaskip með rafeldsneyti. Verkís Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Kjartani Due Nielsen, nýsköpunarstjóra Verkís, að í verkefninu sé unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri og koma svo lausnunum á markað. Auk verkefnastjórnunar sjá Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu. Næsta skref að skipta út aðalvélinni „Fyrir hönd alls hópsins og samstarfsaðila get ég sagt að við erum afar stolt og þakklát því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur valið að styðja við þetta verkefni að gera alþjóðlegar siglingar umhverfisvænni. Við munum setja nýjan tækjabúnað um borð í flutningaskip og prófa meðan skipið er í flutningum á milli landa og sanna að hægt sé að nota eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti á varaaflvél skipsins. Ef það gengur eftir væri næsta skref að skipta um aðalvél skipsins fyrir full orkuskipti. Verkefnið er mjög framsækið og getur gjörbylt orkuskiptum á sjó,“ er haft eftir Kjartani. Nýtt eldsneytiskerfi verði sett upp í flutningaskipinu án þess að skerða rekstrargetu þess. Ammoníak og lífmetanól verði flutt um borð í skipið og síðan umbreytt í vetni. Vetninu svo breytt í raforku með efnarafali sem muni sjá um að knýja varaaflvél skipsins. Sú orka sem þarf til þess að umbreyta vetninu verði fengin með sólarsellum sem verði komið fyrir á skipinu. Mikilvægt að geta nýtt eldri skip með vistvænum hætti Í tilkynningu segir að hefðbundnir skipaflutningar krefjist mikils magns af jarðefnaeldsneyti og losi 2,5% prósent gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en um 80 til 90 prósent vöruflutninga í heiminum séu með flutningaskipum og fari vaxandi. „Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. GAMMA verkefnið mun styðja við þetta markmið.“ Ljóst sé að hröð þróun muni þurfa að eiga sér stað til þess að markmið IMO um kolefnishlutleysi náist. Langflest stórflutningaskip í dag gangi fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa sé langur. Því sé mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram með því að uppfæra þau með vistvænni tæknilausnum. GAMMA stendur fyrir „Green Ammonia and Biometanol fuel MARitime Vessels“ og að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 16 fyrirtækja og rannsóknarstofnana frá 11 Evrópulöndum. GAMMA verkefnið hófst í janúar 2024 og mun standa yfir í fimm ár. Umhverfismál Nýsköpun Skipaflutningar Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Kjartani Due Nielsen, nýsköpunarstjóra Verkís, að í verkefninu sé unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri og koma svo lausnunum á markað. Auk verkefnastjórnunar sjá Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu. Næsta skref að skipta út aðalvélinni „Fyrir hönd alls hópsins og samstarfsaðila get ég sagt að við erum afar stolt og þakklát því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur valið að styðja við þetta verkefni að gera alþjóðlegar siglingar umhverfisvænni. Við munum setja nýjan tækjabúnað um borð í flutningaskip og prófa meðan skipið er í flutningum á milli landa og sanna að hægt sé að nota eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti á varaaflvél skipsins. Ef það gengur eftir væri næsta skref að skipta um aðalvél skipsins fyrir full orkuskipti. Verkefnið er mjög framsækið og getur gjörbylt orkuskiptum á sjó,“ er haft eftir Kjartani. Nýtt eldsneytiskerfi verði sett upp í flutningaskipinu án þess að skerða rekstrargetu þess. Ammoníak og lífmetanól verði flutt um borð í skipið og síðan umbreytt í vetni. Vetninu svo breytt í raforku með efnarafali sem muni sjá um að knýja varaaflvél skipsins. Sú orka sem þarf til þess að umbreyta vetninu verði fengin með sólarsellum sem verði komið fyrir á skipinu. Mikilvægt að geta nýtt eldri skip með vistvænum hætti Í tilkynningu segir að hefðbundnir skipaflutningar krefjist mikils magns af jarðefnaeldsneyti og losi 2,5% prósent gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en um 80 til 90 prósent vöruflutninga í heiminum séu með flutningaskipum og fari vaxandi. „Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. GAMMA verkefnið mun styðja við þetta markmið.“ Ljóst sé að hröð þróun muni þurfa að eiga sér stað til þess að markmið IMO um kolefnishlutleysi náist. Langflest stórflutningaskip í dag gangi fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa sé langur. Því sé mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram með því að uppfæra þau með vistvænni tæknilausnum. GAMMA stendur fyrir „Green Ammonia and Biometanol fuel MARitime Vessels“ og að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 16 fyrirtækja og rannsóknarstofnana frá 11 Evrópulöndum. GAMMA verkefnið hófst í janúar 2024 og mun standa yfir í fimm ár.
Umhverfismál Nýsköpun Skipaflutningar Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira