Tveir sigrar í röð hjá De Rossi og Roma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 22:14 Daniele De Rossi og Gianluca Mancini fara yfir málin í leik kvöldsins. EPA-EFE/MASSIMO PICA Daniele De Rossi hefur nú unnið báða leiki sína sem aðalþjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rómverjar unnu 2-1 útisigur á Salernitana í eina leik kvöldsins. Leikurinn var heldur rólegur framan af og ekkert skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði yfir mannskapnum en Paulo Dybala kom gestunum frá Róm yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Giulio Maggiore handlék knöttinn innan vítateigs. Hinn þrítugi Dybala hefur átt gott tímabil og skoraði sitt fimmta deildarmark á leiktíðinni af vítapunktinum. Hann hefur einnig lagt upp sex til viðbótar í aðeins 14 leikjum. Lorenzo Pellegrini skoraði svo með góðu skoti eftir undirbúning Rick Karsdorp á 66. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Passion. #ASRoma pic.twitter.com/08fWh3DDny— AS Roma English (@ASRomaEN) January 29, 2024 Það skiptir þó miklu máli hver skorar þriðja markið í leikjum og það gerðu heimamenn þessu sinni. Það gerði Grigoris Kastanos með góðum skalla eftir fyrirgjöf Loum Tchaouna og staðan orðin 1-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. José Mourinho, fyrrverandi þjálfari Rómar, hefði eflaust verið ánægður með hvernig hans fyrrverandi lærisveinar vörðu markið það sem eftir lifði leiks. Roma hélt út og vann 2-1 sigur, þeirra annar sigur í röð og De Rossi byrjar því á tveimur sigrum sem aðalþjálfari liðsins. Með sigrinum stekkur Roma upp í 5. sæti deildarinnar með 35 stig. Atalanta er aðeins stigi fyrir ofan en á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Leikurinn var heldur rólegur framan af og ekkert skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði yfir mannskapnum en Paulo Dybala kom gestunum frá Róm yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Giulio Maggiore handlék knöttinn innan vítateigs. Hinn þrítugi Dybala hefur átt gott tímabil og skoraði sitt fimmta deildarmark á leiktíðinni af vítapunktinum. Hann hefur einnig lagt upp sex til viðbótar í aðeins 14 leikjum. Lorenzo Pellegrini skoraði svo með góðu skoti eftir undirbúning Rick Karsdorp á 66. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Passion. #ASRoma pic.twitter.com/08fWh3DDny— AS Roma English (@ASRomaEN) January 29, 2024 Það skiptir þó miklu máli hver skorar þriðja markið í leikjum og það gerðu heimamenn þessu sinni. Það gerði Grigoris Kastanos með góðum skalla eftir fyrirgjöf Loum Tchaouna og staðan orðin 1-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. José Mourinho, fyrrverandi þjálfari Rómar, hefði eflaust verið ánægður með hvernig hans fyrrverandi lærisveinar vörðu markið það sem eftir lifði leiks. Roma hélt út og vann 2-1 sigur, þeirra annar sigur í röð og De Rossi byrjar því á tveimur sigrum sem aðalþjálfari liðsins. Með sigrinum stekkur Roma upp í 5. sæti deildarinnar með 35 stig. Atalanta er aðeins stigi fyrir ofan en á þó leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira