Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. janúar 2024 22:22 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Fulltrúar utanríkisþjónustunnar og flóttamannaaðstoðarinnar funduðu í dag um frystingu á fjárframlögum Íslands vegna ásakana um tengsl tólf starfsmanna stofnunarinnar við Hamas-samtökin og hryðjuverkin 7. október. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal um málið í dag en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda stuðningnum áfram fáist fullnægjandi skýringar og viðbrögðin teljist ásættanleg. Nokkur ríki hafa fryst framlög til flóttamannaðstoðar, þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland og Japan sem veita einna hæstu framlögin. Sameinuðu þjóðirnar lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna þessa í ljósi brýnnar þarfar á Gasa. Þingmenn úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt utanríkisráðherra, ýmist fyrir þessa ákvörðun eða samráðsleysi. Til stendur að fjalla um málið á næsta fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Mikilvægt að halda aðstoðinni áfram Þingflokksformaður Vinstri grænna segir aðstoðina vera lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Hann gefi sér að einhver rök búi að baki ákvörðun Bjarna, sem hann hljóti á einhverjum tímapunkti að deila með utanríkismálanefnd. Nefndin hafi lagt fram ályktun á þinginu, sem fékkst samþykkt, sem lúti að því að styðja við mannúðaraðstoð á Gasa og Alþjóðadómstólinn. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum þeirri aðstoð áfram, hefði ég haldið, og því erum við sammála í VG.“ Betra að bíða og sjá Orri svarar því játandi að það varpi skugga á stofnunina ef í ljós kemur að starfsmenn hennar hafi tekið þátt í, stutt eða fagnað hryðjuverkum Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, þar sem yfir þúsund manns létu lífið. „En nú er rannsókn í gangi á þessum ásökunum eða ávirðingum sem þarna eru í gangi. Norðmenn frændur okkar virðast hafa tekið ákvörðun um það að halda stuðningnum áfram, þangað til rannsókninni lyki. Ég hefði haldið að það færi allavega betur á því að við hefðum gert slíkt hið sama, vegna þess að þetta er lykilstofnun í aðstoð inni á svæðinu og ástandið er hryllilegt eins og við vitum öll.“ Málið verður til umræðu á næsta fundi utanríkismálanefndar þingsins á miðvikudag. Um helgina kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í nefndinni, eftir því að nefndin yrði upplýst um grundvöll ákvörðunar utanríkisráðherra. Sjá einnig: Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Gera mætti ráð fyrir því að farið yrði vel yfir málið. Sagðist hún telja mestu máli skipta að samráð yrði haft við önnur Norðurlönd vegna málsins. En Finnland og Ísland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Fulltrúar utanríkisþjónustunnar og flóttamannaaðstoðarinnar funduðu í dag um frystingu á fjárframlögum Íslands vegna ásakana um tengsl tólf starfsmanna stofnunarinnar við Hamas-samtökin og hryðjuverkin 7. október. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal um málið í dag en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda stuðningnum áfram fáist fullnægjandi skýringar og viðbrögðin teljist ásættanleg. Nokkur ríki hafa fryst framlög til flóttamannaðstoðar, þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland og Japan sem veita einna hæstu framlögin. Sameinuðu þjóðirnar lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna þessa í ljósi brýnnar þarfar á Gasa. Þingmenn úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt utanríkisráðherra, ýmist fyrir þessa ákvörðun eða samráðsleysi. Til stendur að fjalla um málið á næsta fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Mikilvægt að halda aðstoðinni áfram Þingflokksformaður Vinstri grænna segir aðstoðina vera lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Hann gefi sér að einhver rök búi að baki ákvörðun Bjarna, sem hann hljóti á einhverjum tímapunkti að deila með utanríkismálanefnd. Nefndin hafi lagt fram ályktun á þinginu, sem fékkst samþykkt, sem lúti að því að styðja við mannúðaraðstoð á Gasa og Alþjóðadómstólinn. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum þeirri aðstoð áfram, hefði ég haldið, og því erum við sammála í VG.“ Betra að bíða og sjá Orri svarar því játandi að það varpi skugga á stofnunina ef í ljós kemur að starfsmenn hennar hafi tekið þátt í, stutt eða fagnað hryðjuverkum Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, þar sem yfir þúsund manns létu lífið. „En nú er rannsókn í gangi á þessum ásökunum eða ávirðingum sem þarna eru í gangi. Norðmenn frændur okkar virðast hafa tekið ákvörðun um það að halda stuðningnum áfram, þangað til rannsókninni lyki. Ég hefði haldið að það færi allavega betur á því að við hefðum gert slíkt hið sama, vegna þess að þetta er lykilstofnun í aðstoð inni á svæðinu og ástandið er hryllilegt eins og við vitum öll.“ Málið verður til umræðu á næsta fundi utanríkismálanefndar þingsins á miðvikudag. Um helgina kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í nefndinni, eftir því að nefndin yrði upplýst um grundvöll ákvörðunar utanríkisráðherra. Sjá einnig: Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Gera mætti ráð fyrir því að farið yrði vel yfir málið. Sagðist hún telja mestu máli skipta að samráð yrði haft við önnur Norðurlönd vegna málsins. En Finnland og Ísland
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10
Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06
Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37