Lífið

Súr matur en sælu­víma í Krikanum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hafnfirðingar skemmtu sér konunglega á Þorrablóti FH liðna helgi.
Hafnfirðingar skemmtu sér konunglega á Þorrablóti FH liðna helgi. Laufey

Hafnfirðingar mættu í sínu fínasta pússi og blótuðu þorrann á Þorrablóti FH í Kaplakrika síðastliðið laugardagskvöld. 

Veislustjórn var í höndum leikkonunnar Önnu Svövu Knútsdóttur leikkonu. Í boði var alvöru þorramatur frá Múlakaffi, hákarl, brennivín og með því.

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór létu sig ekki vanta og skemmtu gestum. Þeir eru miklir FH-ingar eins og faðir þeirra Jón Rúnar Halldórsson. 

Sverrir Bergmann, Halldór Gunnar, Birgitta Haukdal og Helga Björnsson stigu á svið og léku fyrir dansi fram eftir kvöldi. Það er nokkuð ljóst að gestir hafi skemmt sér konunglega.

Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu.

Anna Svava veislustjóri.
Jón Jónsson kominn upp á svið.
Birgitta Haukdal var að sjálfsögðu með flétturnar sínar.
Jónssynir trylltu lýðinn.Laufey
Helgi $%$$"#$$# Björns.
Rómantík í loftinu.
Davíð Sigurgeirsson er einn besti gítarspilari landsins.
Það var vel mætt í Krikann.
Laufey
Mikið hlegið.
Silja Úlfarsdóttir fór  fremst í flokki í stuðinu. Þórey Edda Elísdóttir var fast á hæla hennar. Tvær frjálsíþróttakempur.Laufey
Skál í boðinu!
Blöðrurnar voru að sjálfsögðu svartar og hvítar.
Dularfullt skemmtiatriði.Laufey
Anna Svava brá á leik.
Laufey
Sverrir Bergmann tók lagið.
Tvær fallegar í faðmlögum.
Stuðboltarnir reyndu að fá hina rólegri til að drífa sig á dansgólfið.Laufey
Skál í botn FH-ingar!Laufey





Fleiri fréttir

Sjá meira


×