Innlent

Nú má heita Pomóna Nift

Árni Sæberg skrifar
Þessi stúlka gæti heitið Magnína Vanja Náttfaradóttir, en hún gerir það alveg örugglega ekki.
Þessi stúlka gæti heitið Magnína Vanja Náttfaradóttir, en hún gerir það alveg örugglega ekki. Getty/Catherina Delahaye

Meðlimir Mannanafnanefndar virðast hafa verið í góðu skapi á síðasta fundi nefndarinnar, þegar allar beiðnir voru samþykktar. Meðal nafna sem færð voru í mannanafnaskrá voru Pomóna, Nift og Magnína.

Sex úrskurðir nefndarinnar, sem kveðnir voru upp á fundi hennar þann 24. janúar, voru birtir á vef nefndarinnar í dag. Beiðnirnar sem úrskurðað var um voru allar um eiginnöfn og allar samþykktar. 

Nefndin taldi ekki tilefni til að fjalla sérstaklega um neina þeirra og samþykkti þær allar á þeim grundvelli að nöfnin tækju íslenskri beygingu í eignarfalli og teldust að öðru leyti að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Að þessu sinni samþykkti nefndin fimm kvenmannsnöfn, Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnið Náttfari


Tengdar fréttir

Nú má heita Strympa

Mannanafnanefnd hefur birt fjölda úrskurða um mannanöfn sem kveðnir voru upp í gær. Meðal nafna sem voru samþykkt eru Strympa, Doddi og Íviðja. Kvenmannsnöfnunum Talia og Leah var hins vegar hafnað.

Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif

Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað.

Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel

Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×