Hatrið mun ekki sigra Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar