Gísli Þorgeir valinn sá fjórði besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik á móti verðandi Evrópumeisturum Frakka. Vísir/Vilhelm Handboltasérfræðingarnir Stig Aa. Nygård og Rasmus Boysen völdu fimmtíu bestu handboltamenn heims í gær eins og þeir gera árlega og Ísland á tvo leikmenn í þessum nýjasta hópi bestu handboltamanna heims. Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira