Forstöðumaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði ákvörðunina, en Ísland er í hópi þeirra ríkja. Við förum yfir málið með sérfræðingi í beinni útsendingu.
Á Dýraspítalanum í Víðidal er nú boðið upp á geldingar- og ófrjósemisaðgerðir katta á kostakjörum. Átaki var hrundið af stað til að sporna gegn offjölgun.
Þá forvitnumst við um finnsku forsetakosningarnar, heyrum tíðindi af sögufrægri marsþyrlu og heimsækjum hestatannlækni.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.