Körfubolti

Körfuboltakvöld: Kiddi Páls æfir skotklukkuskot

Dagur Lárusson skrifar
Kristinn Pálsson reynir að komast framhjá Callum Lawson
Kristinn Pálsson reynir að komast framhjá Callum Lawson Vísir/Hulda Margrét

Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið en í þættinum átti sér skemmtileg umræða um Kristinn Pálsson, leikmann Vals.

Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið en í þættinum átti sér skemmtileg umræða um Kristinn Pálsson, leikmann Vals.

Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, sagði að Kristinn Pálsson sé búinn að vera í mikilli skotþjálfun síðustu mánuði undir handleiðsli Jamil Abiad þar sem aðal áherslan sé búin að vera skot þegar skotklukkan er að renna út.

Stefán Árni spurði Teit Örlygsson um málið.

„Já maður kannast við þetta og ég held að Helgi geri það líka. Þegar þú tókst frákast þá tókstu augnablik til þess að líta á skotklukkuna og þá fór talningin í gang.“

Helgi Már Magnússon tók undir þessi orð Teits.

„Já hversu oft hefur maður verið einn út á velli og byrjað að telja sjálfur í hausnum á sér,“ sagði Helgi Már.

Teitur bætti síðan við.

„Við vinirnir gerðum oft okkar eigin skotklukku með því að vera með. Annar tók þá tímann á meðan hinn taldi í hausnum á sér til þess að sjá hversu nálægt maður yrði.“

Umræðan um Kristinn, Jamil og skotæfingarnar má sjá í spilanum hér fyrir neðan.

Klippa: Kiddi Páls æfir skotklukkuskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×