Omar Berrada, nýr forstjóri Manchester United, tjáði sig um leikmannamál Manchester United í viðtali um helgina.
Eins og frægt er gekk Omar Berrada til liðs við Manchester United frá grönnum þeirra í City nú á dögunum en skiptin hafa vakið mikla athygli.
Omar segir mistök sem United hefur gert oft síðustu árin er að borga of háar upphæðir fyrir leikmenn.
„Þú þarft góða og gilda ástæðu fyrir því hvers vegna þú ert að bjóða ákveðna upphæð, laun og bónusa fyrir hvern og einn leikmann,“ byrjaði Berrada að segja.
„Um leið og þú byrjar að borga of hátt, þá tapar þú viðræðunum og það setur þig í mjög vonda stöðu varðandi næstu viðræður um næsta leikmann,“ endaði Berrada að segja en það verður forvitnilegt að fylgjast með þeim breytingum sem hann mun koma með til Manchester United.
New Man United CEO Omar Berrada: You need a very solid rationale as to why you re offering the fee, the salary and commission .
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 28, 2024
Once you start overpaying, you lose that argument and that puts you in a much more difficult position for the next one , told @FT @SamuelAgini. pic.twitter.com/7sqR5lpLYI