Tvær vítaspyrnur í súginn hjá AC Milan og Juventus missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:16 Oliver Giroud brenndi af vítaspyrnu. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum hjá AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bologna á heimavelli Í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá gerði Juventus aðeins jafntefli við Empoli en Juventus var manni færri lungann úr leiknum. Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn