Tvær vítaspyrnur í súginn hjá AC Milan og Juventus missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:16 Oliver Giroud brenndi af vítaspyrnu. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum hjá AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bologna á heimavelli Í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá gerði Juventus aðeins jafntefli við Empoli en Juventus var manni færri lungann úr leiknum. Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Í Mílanó kom hinn eftirsótti Joshua Zirkzee gestunum í Bologna yfir eftir rétt tæpan hálftíma. Þjálfari Bologna, Thiago Motta, lét svo senda sig upp í stúku á 41. mínútu en hann var ósáttur með vítaspyrnu sem AC Milan fékk. Lætin í Motta voru nægileg til að Oliver Giroud brenndi af en Lukasz Skorupski varði frá franska framherjanum. Staðan var hins vegar jöfn í hálfleik eftir að Davide Calabria fann Ruben Loftus-Cheek inn á vítateig og Englendingurinn þrumaði boltanum í hornið niðri, staðan 1-1 í hálfleik. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka fékk AC Milan aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Theo Hernandez, samlandi Giroud, á punktinn en skot hans hafnaði í stönginni og staðan því enn 1-1. Aftur virtist Loftus-Cheek ætla að koma AC Milan til bjargar en hann stangaði fyrirgjöf Alessandro Florenzi í netið á 83. mínútu. Í uppbótartíma fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað atvik þar sem Victor Kristansen féll til jarðar. Riccardo Orsolini brást ekki bogalistin, jafnaði metin og tryggði Bologna stig en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 29' - Zirkzee puts Bologna ahead 42' - Giroud's penalty saved 45' - Loftus-Cheek makes it 1-1 75' - Hernandez misses his penalty 83' - Loftus-Cheek scores again, 2-1 90' - Orsolini makes it 2-2 from the spot What a game! #MilanBologna pic.twitter.com/5nD006XBbI— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 27, 2024 Juventus tók á móti Empoli fyrr í kvöld og fékk framherjinn Arkadiusz Milik beint rautt spjald eftir stundarfjórðung fyrir slæma tæklingu. Staðan var markalaus í hálfleik en serbneski framherjinn Dušan Vlahović kom Juventus yfir snemma í síðari hálfleik. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks nýttu gestirnir sér það að vera einum fleiri og jafnaði Tommaso Baldanzi metin, staðan orðin 1-1 og það reyndust lokatölur. Juventus er áfram á toppi deildarinnar en aðeins eru tvö stig í Inter sem á tvo leiki til góða. Juventus með 53 en Inter 51. AC Milan er svo í 3. sæti með 46 stig eftir að hafa leikið tveimur leikjum meira en Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira