Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 23:31 Ragnar Nathanaelsson á að fá boltann oftar að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Vilhelm Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. „Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“ Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
„Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira